Íslandsbankaappið

Íslandsbankaappið er frábær leið til þess að sinna helstu bankaviðskiptum. Appið er hægt nálgast í Google Playstore fyrir þá sem eru með Android síma, í App Store fyrir þá sem eru með iPhone og í Microsoft Store fyrir þá sem eru með Windows Phone. 

Íslandsbanki kynnir reglulega nýjungar í appinu.

Fríða — Hún borgar þér alltaf til baka
Fríða er nýtt fríðindakerfi Íslandsbanka. Þar standa þér til boða ýmis tilboð og fríðindi. Þú einfaldlega kaupir viðkomandi vöru, greiðir með kortinu og færð svo afsláttinn greiddan inn á reikninginn þinn 18. hvers mánaðar. Þú getur látið Fríðu sérsníða tilboð fyrir þig og fyrirtæki geta þannig verlaunað dygga viðskiptavini með auknum afslætti. Fríða reddar þessu.

Hraðfærslur á nýja viðtakendur
Nú er hægt að millifæra beint á nýja viðtakendur úr hraðfærslum. Mililfærsla á nýjan viðtakanda krefst þó fullrar auðkenningar í stað 4 stafa öryggisnúmers líkt og í Netbanka.  Að lokinni millifærslu er hægt að velja um að bæta viðtakanda í þekkta viðtakendur með einum smelli.

TouchID (iPhone)
Nú geta viðskiptavinir með iPhone5s og nýrri nýtt sér TouchID TouchID við innskráningu í appið. Millifærslur krefjast 4 stafa öryggisnúmers sem fyrr. Virkja þarf TouchID í fyrsta skipti eftir að appið er uppfært með því að slá inn 4 stafa öryggisnúmerið. 

Aukið öryggi í appinu
Þegar appið er sett upp á nýju tæki í fyrsta skipti er nú sendur út sjálfvirkur tölvupóstur til notenda. Tilkynningin er sambærileg við þá tölvupósta sem Google og Facebook senda þegar notandi auðkennir sig í fyrsta skipti á nýrri tölvu. 
 

 

Aðgerðir í appinu

Við kynnum reglulega nýjungar í appinu til að létta þér lífið. 

 • Fríða – Fríðindakerfi Íslandsbanka (Nýtt)  
 • Rafræn skilríki við auðkenningu (Nýtt) 
 • Hraðfærslur á nýja viðtakendur
 • TouchID (iPhone)
 • Kreditkortayfirlit
 • Greiðsla reikninga
 • Verðbréfayfirlit
 • Hærri úttektarheimild í Hraðfærslum 
 • Yfirlit og greiðsla ógreiddra reikninga 
 • Yfirlit og staða reikninga
 • Myntbreyta og gengi gjaldmiðla

Þjónustan er í boði fyrir alla einstaklinga 12 ára og eldri með aðgang að Netbanka Íslandsbanka. Í Appinu hafa notendur aðgang að sömu reikningum og í Netbankanum.

 

Sækja appið

Uppsetning og auðkenning

Það er einfalt og fljótlegt að setja Appið upp í símanum. Fyrst er appið sótt á GooglePlay (Android) eða AppStore (iPhone).

Android
Í Android opna viðskiptavinir GooglePlay í símanum og leita eftir „Íslandsbanki“ til að finna appið. Því næst velja notendur „Install“ til að hefja uppsetningu á appinu.

iPhone
Í iPhone opna viðskiptavinir AppStore í símanum og leita eftir „Íslandsbanki“. Því næst velja notendur „Install“ til að hefja uppsetningu á appinu.

Innskráning

Við innskráningu tengist Appið við Netbanka og auðkennir notanda ásamt símanum. Hér þurfa viðskipta vinir að slá inn notandanafn, lykilorð og auðkennisnúmer líkt og við innskráningu í Netbanka. Auðkennisnúmerið má fá í Auðkennislykli eða með SMS. 

Þá er valinn úttektarreikningur sem viðskiptavinir nota sem sjálfvalinn úttektarreikning við millifærslur í Appinu. 

Alltaf er hægt að breyta úttektarreikningi.


Notkun

Eftir innskráningu má nálgast stöðuna á reikningum sem viðskiptavinir hafa aðgang að í Netbanka, greiða ógreidda reikninga ásamt því að millifæra á þekkta viðtakendur og eigin reikninga með Hraðfærslum.

Einnig má í Appinu nálgast Farsímaútgáfu Netbankans með því að velja "Netbanka" í valmynd.


Öryggi

Til að tryggja öryggi upplýsinga á símanum er Appið læst með 4 stafa öryggisnúmeri. Heimildin í Appinu er í byrjun takmörkuð við 15.000 kr. á sólarhring, en viðskiptavinir geta sjálfir hækkað heimildina undir stillingar í Appinu.

Ekki er þörf á að útskrá sig úr Appinu í hvert skipti heldur nægir að loka því. Appið sér sjálft um að læsa sér 2 mínútum eftir að notandi hefur lokað Appinu.

Tapist símtækið er með einföldum hætti hægt að aftengja notanda í Netbanka Íslandsbanka undir Stillingar > App stillingar eða með því að hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka í síma 440 4000.

Spurt og svarað

Opna allt

Appið virkar í Android tækjum með stýrikerfi 2.3.3 og nýrra ásamt iPhone með útgáfu iOS 6.0 og upp úr.

Já, þú getur notað Appið fyrir greiðslur og yfirlit í allt að þremur tækjum með sama notendanafni. Tækin eru jafnframt skráð í Netbanka Íslandsbanka og má nálgast upplýsingar og afskrá tæki undir liðnum stillingar í Netbankanum.

Appið er viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Einungis er greitt fyrir þann gagnaflutning sem á sér stað í gegnum 3G og WiFi við notkun appsins. Íslandsbankaappið er þó hannað þannig að það er bæði hraðvirkt og gagnamagni haldið í lágmarki við notkun þess. Kostnaður við SMS tilkynningar og auðkennisnúmer í SMS eru samkvæmt gjaldskrá Íslandsbanka.

Við hönnun á appinu var beitt nýrri hugsun. Þannig er nóg fyrir notanda að loka appinu hverju sinn og appið sér sjálft um útskráninguna eftir að notandi hefur lokað því og opnar ekki appið  í 2 mínútur eða lengur.

Röðun reikninga er sú sama og í Netbankanum og Netbankanum í farsímanum (m.isb.is). Til að breyta röðun reikninga geta notendur skráð sig inn í Netbanka, farið undir stillingar og þar skilgreint í hvaða röð reikningar birtast.

Appið er enn sem komið er einungis í boði fyrir einstaklinga með aðgang að Netbanka Íslandsbanka. Í appinu geta viðskiptavinir jafnframt haft yfirlit yfir alla þá reikninga sem þeir hafa aðgang að í Netbanka einstaklinga.

Kreditkort

Opna allt
Notkunartölur byggja á notkun korts í posum, á netinu og úttektum úr hraðbanka. Talan sýnir ekki raðgreiðslur eða greiðsludreifingar.
Ekki enn sem komið er. Innborganir á kreditkort er á listanum yfir þær aðgerðir sem verða í boði í appinu í nánustu framtíð.
Notkun tekur ekki tillit til innborgana, heldur sýnir hún einungis færslur út af kortinu yfir ákveðið tímabil. Hægt er að sjá innborganir í færsluyfirliti kortsins með því að smella
á kortið.

Til ráðstöfunar er sú fjárhæð sem hægt er að ráðstafa (eyða). Inni í þessari fjárhæð er tekið tillit til rauntímanotkunar og innborgana á kort.

Ástæðan er sú að sami kortareikningur er á bakvið kortin (aðalkort og aukakort). Þegar greitt er inn á kort ráðstafast greiðslurnar inn á kortareikninginn og er því til ráðstöfunar á öllum kortum sem tilheyra reikningnum
Fyrst um sinn er einungis hægt að sjá þessa fjárhæð í Netbanka en „Til ráðstöfunar“ verður aðgengilegt í appinu fyrir öll kort síðar.
Já, það er hægt en maki (eða tengdur aðili) þarf að gefa fyrir því skriflegt samþykki og að því loknu er kortið tengt við Netbanka og app.
Hægt er að fela kort á Stöðu síðunni með því að smella á litla tannhjólið efst vinstra megin í Kreditkortum. Þar er hakið tekið af þeim kortum sem ekki á að birta og að lokum er smellt á „Staðfesta“.
Já, það er hægt að skoða fyrri tímabil korts. Þegar hvert kort er valið opnast færslur núverandi tímabils. Efst vinstra megin, við hlið tímabils, er lítil ör sem leiðir þig aftur í fyrri tímabil. Athugið að tímabil geta verið mismunandi eftir kortum.
Já, þegar þú hefur valið það kort sem þú vilt skoða, birtist kreditkortatákn efst í hægra horni. Með því að smella á það getur þú séð heimild korts, ásamt skiptingu á innlendri og erlendri notkun.

Ógreiddir reikningar

Opna allt

Ógreiddir reikningar eru undanskildir úttektarheimildinni í appinu. Þannig er hægt að greiða reikninga í appinu fyrir hærri fjárhæðir en hámarks úttektarheimild á sólarhring í Hraðfærslum.

Í Netbankanum er hægt að breyta greiðsludagsetningu á kröfu sem komin er í greiðsluferli. Það er gert undir Yfirlit > Greiðslubeiðnir.

Hægt er að fela valkröfur sem og aðrar kröfur sem birtast í ógreiddum reikningum í appinu. Það er gert með því að renna fingrinum til vinstri yfir þá kröfu sem þú vilt fela og velja "fela". Athugið að kröfur eru enn virkar þó búið sé að fela þær. Stundum getur því verið æskilegt að hafa samband við þann sem stofnaði kröfuna og biðja um að krafan sé felld niður ef þú heldur að um mistök sé að ræða.

Ekki er hægt að fella niður kröfur í appinu og Netbanka. Til þess að fella niður kröfu þarft þú að hafa samband við þann sem stofnaði kröfuna og biðja um að krafan verði felld niður.

Já, hægt er að greiða einn eða fleiri reikninga í einu í appinu. Einnig er hægt að velja um hvort reikningar greiðist samstundis eða á eindaga.

Hraðfærslur

Opna allt
Heimildin í Appinu er takmörkuð við 15.000 kr. á sólarhring við nýskráningu, en viðskiptavinir geta hækkað heimildina undir stillingar í Appinu í 50.000, 100.000, 250.000 eða 500.000 kr. Þannig geta viðskiptavinir millifært allt að 500.000 kr. á sólarhring í Appinu. Heimildin nær einungis yfir millifærslur, en ógreiddir reikningar eru undanþegnir sólarhringsheimildinni.
Hægt er að breyta reikningsupplýsingum ásamt öðrum upplýsingum um viðtakanda með því að smella á „Mínir viðtakendur“ sem er aðgengilegt úr aðalvalmynd greiðsluaðgerðarinnar. Við breytingar á þekktum viðtakendum þarf að staðfesta með notendanafni, lykilorði og auðkennislykli.
Þekktir viðtakendur eru sóttir í Netbankann.
Hægt er að bæta inn þekktum viðtakanda með því að smella á „Mínir viðtakendur“ í aðalvalmynd Hraðfærslna í Appinu og velja „Nýskrá“. Þegar viðtakanda er bætt við þarf að staðfesta með notendanafni, lykilorði og auðkennislykli.

VÍB verðbréf

Opna allt

Notendur sjá öll verðbréfasöfn sem þeir eru með skoðunaraðgang að í Netbanka Íslandsbanka. Hér getur verið um að ræða eigin söfn notanda eða söfn í eigu annarra aðila.

Upphafssíða "VÍB verðbréfa" sýnir eignastöðu einstakra safna m.v. daginn í dag, ásamt fjölda verðbréfahreyfinga (viðskipta) á árinu. Hægt er að skoða eignir eftir eignaflokkum og niður á stök verðbréf, þar sem auk þess birtast síðustu hreyfingar í viðkomandi bréfi. Yfirlit hreyfinga sýnir allar verðbréfahreyfingar sem hægt er að skoða nánar hverja fyrir sig. Fletta má eignum eftir dagsetningu að eigin vali og velja tímabil fyrir hreyfingar.

Á síðunni "Staðan" er birt heildareignastaða allra verðbréfasafna sem eru í eigu innskráðs notanda og hann er með skoðunaraðgang að í Netbanka. Vanti inn söfn hafið samband við VÍB í síma 440 4900 eða fáið aðstoð verðbréfafulltrúa í næsta útibúi Íslandsbanka.

Já, notendur geta valið hvaða síða birtist fyrst þegar appið er opnað. Undir "Stillingar" (tannhjól) er farið í liðinn "Veldu upphafsskjá" og hakað þar við "VÍB verðbréf".

Öryggi

Opna allt
Ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja öryggi notenda. Auk þess er einungis hægt að greiða inn á þekkta viðtakendur. Viðskiptavinir geta stillt hámarks úttektarheimild á sólarhring í appinu og ekki er hægt millifæra án þess að gefa upp 4 stafa öryggisnúmer. 
Ekki er hægt að breyta þekktum viðtakendum eða bæta inn nýjum nema með því að staðfesta með réttu notandanafni, lykilorði og auðkennisnúmeri.

Ásamt því að geta aftengt notanda í appinu sjálfu undir liðnum stillingar, geta notendur einnig aftengt appið undir „Stillingar > App“ í Netbankanum þínum eða haft samband við þjónustuver Íslandsbanka í síma 440-4000. Eftir það er ekki hægt að framkvæma í fjárhagslegar aðgerðir í viðkomandi tæki nema notandi skrái tækið aftur með réttu notendanafni, lykilorði og staðfesti með auðkennisnúmeri.

Appið vistar engar fjárhagslegar upplýsingar á tækinu sjálfu. Þetta er mikilvægt ef tækið tapast eða óprúttinn aðili, s.s. hakkari, kemst yfir símtækið. Upplýsingar um staðsetningu eru eingöngu vistaðar á tækinu sjálfu eins og stýrikerfi tækisins gerir kröfur um. Engar persónurekjanlegar upplýsingar um staðsetningu tækis eru sendar úr tækinu til Íslandsbanka.
Notendur geta breytt fjögurra stafa öryggisnúmeri sínu undir stillingar í Netbankanum. Til að breyta öryggisnúmerinu þarf að byrja á því að slá inn núverandi öryggisnúmer til staðfestingar.
Heimildin í appinu er takmörkuð við 15.000 kr. á sólarhring við nýskráningu, en viðskiptavinir geta hækkað heimildina undir stillingar í appinu. Þannig geta viðskiptavinir millifært allt að 500.000 kr. á sólarhring.
Ásamt því að geta aftengt notanda í appinu sjálfu undir liðnum stillingar, geta notendur einnig aftengt appið undir „Stillingar“ í Netbankanum þínum eða haft samband við þjónustuver Íslandsbanka í síma 440-4000. Eftir það er ekki hægt að framkvæma í fjárhagslegar aðgerðir í viðkomandi tæki nema notandi skrái tækið aftur með réttu notendanafni, lykilorði og staðfesti með auðkennisnúmeri.

Notendur geta slegið inn rangt öryggisnúmer alls 4 sinnum. Eftir 5 rangar tilraunir lokast fyrir aðganginn að appinu og Netbankanum. Þetta er gert til að tryggja öryggi notenda. Viðskiptavinir geta haft samband við þjónustuver Íslandsbanka í síma 440 4000 til að fá opnað fyrir aðganginn að nýju eða komið við í næsta útibúi.

Um er að ræða öryggisráðstafanir og gert til að varna því að óprúttinn aðili geti skráð sig sem þekktan viðtakanda komist hann yfir símann og viti jafnframt fjögurra stafa öryggisnúmer notanda.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall