Þjóðhagsspá 2015-2017

Þjóðhagsspá er gefin út tvisvar á ári af Greiningu Íslandsbanka en þar er farið yfir helstu hagtölur þjóðarbúsins og þær settar í samhengi við stöðu heimila, fyrirtækja og fjármálamarkaðarins.

Þáttaskil eru að eiga sér stað í íslensku efnahagslífi. Eftir tímabil talsverðs slaka eru nú farin að sjást merki um spennu á vissum sviðum hagkerfisins. Hagvöxtur í núverandi uppsveiflu hefur verið fremur hóflegur í sögulegu samhengi.

Greining Íslandsbanka reiknar með að breyting verði á því í ár, og spáir talsvert meiri hagvexti en hingað til hefur mælst í þessari uppsveiflu. Spáum við 4,3% hagvexti í ár og viðlíka hagvexti á næsta ári, eða 4,4%, en talsvert hægari á árinu 2017, eða 2,5%. Verðbólga mun líklega aukast þegar líður á spátímabilið og vextir hækka sömuleiðis. Hagur heimilanna mun halda áfram að vænkast á næstu misserum með auknum kaupmætti launa, minna atvinnuleysi og hækkun eignaverðs.

Kynning á Þjóðhagsspá

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka kynnti Þjóðhagsspána á Fjármálaþingi Íslandsbanka á Hilton Nordica, fimmtudaginn 15. október 2015.


Helstu niðurstöður:

  • Þáttaskil eru að eiga sér stað í íslensku efnahagslífi. Eftir tímabil talsverðs slaka eru nú farin að sjást merki um spennu á vissum sviðum hagkerfisins.
  • Hagvöxtur í núverandi uppsveiflu hefur verið fremur hóflegur í sögulegu samhengi. Við reiknum með að breyting verði á því í ár, og spáum við talsvert meiri vexti en hingað til hefur mælst í þessari uppsveiflu.
  • Spáum við 4,3% hagvexti í ár og viðlíka hagvexti á næsta ári, eða 4,4%, en talsvert hægari á árinu 2017, eða 2,5%.
  • Þenslueinkenna er nú farið að gæta á vissum sviðum efnahagslífsins. Eru þau sýnileg t.d. á vinnumarkaði og eignamarkaði, en framundan er að okkar mati talsvert hröð hækkun launa og húsnæðisverðs.
  • Í þessari uppsveiflu hefur útflutningur hingað til verið veigamesti þátturinn í hagvexti. Spáum við því að hagvöxtur í ár og á næstu tveimur árum verði byggður á verulegum vexti í innlendri eftirspurn og að hún komi til með að vega mun þyngra í hagvexti á spátímabilinu en hún hefur áður gert í þessari uppsveiflu.
  • Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hefur verið að aukast og eiginfjárstaða heimilanna að batna með hækkun á eignaverði, þ.m.t. íbúðaverði, og lækkun á skuldum heimilanna. Reiknum við með því að hagur heimilanna muni halda áfram að vænkast á næstunni sem mun birtast í aukinni neyslu sem og fjárfestingum heimilanna. Spáum við 4,8% vexti einkaneyslu í ár, 5,2% á næsta ári og 2,8% 2017.
  • Hætta er á því að ofþensla myndist í hagkerfinu á spátímabilinu þar sem ójafnvægi skapast með of miklum vexti innlendrar eftirspurnar og launahækkunum umfram það sem innistæða er fyrir. Slík þróun mun á endanum leiða til samdráttar hagkerfisins og leiðréttingar í formi lækkunar gengis krónunnar, verðbólguskots, aukins atvinnuleysis og rýrnunar kaupmáttar svo eitthvað sé talið af neikvæðum fylgifiskum slíkrar þróunar sem vel er þekkt hér á landi frá fyrri hagsveiflum. 

Langar þig að vita meira? Náðu þér í eintak af skýrslunni hér neðar.

Þjóðhagsspá 2015-2017

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall