Fríða

Viðskiptavinir Íslandsbanka fá sérsniðin endurgreiðslutilboð frá fríðindakerfinu Fríðu í Íslandsbankaappinu sem hægt er að nýta sér á einfaldan hátt.

Hvernig virkar þetta?

  1. Þú virkjar þau tilboð sem þú vilt nýta þér
  2. Þú notar kort frá Íslandsbanka á þeim stöðum sem bjóða þér tilboð og þarft ekki að sýna eitt né neitt.
  3. Þú borgar og færð svo afsláttinn endurgreiddan 18. hvers mánaðar.

 

 

Spurt og svarað

Almennt

Opna allt
Fríða er nýtt fríðindakerfi Íslandsbanka sem býður viðskiptavinum upp á sérsniðin endurgreiðslutilboð. Ef þú nýtir þér kerfið þá getur þú fengið hluta af útgjöldum þínum endurgreidd.

Fríða býður félögum sínum upp á sérsniðin endurgreiðslutilboð sem hægt er að nýta sér á einfaldan hátt. Öll tilboð sem send eru til þín birtast í Íslandsbankaappinu undir Fríðu hluta appsins.

  1. Þú virkjar tilboð í appinu
  2. Þú notar kort frá Íslandsbanka á þeim stöðum sem bjóða þér tilboð. Greitt er fullt verð við kassann – þarft ekkert að muna eða sýna. Starfsfólk þarf ekki að vita þú sért með virkt tilboð.
  3. Þú færð svo afsláttinn endurgreiddan 18. hvers mánaðar. Yfirsýn yfir endurgreiðslur má finna í Íslandsbankaappinu
Allir korthafar Íslandsbanka verða sjálfkrafa skráðir í kerfið. Eina sem viðkomandi þarf að gera er að virkja tilboð einhvern tímann áður en þau eru nýtt og skilgreina þann reikning sem mun safna endurgreiðslum. Einfaldasta leiðin til þess er að gera það beint í gegnum Íslandsbankaappið.
Já, það er nauðsynlegt. Annars endurgreiðist enginn afsláttur.

Öll einstaklingskort Íslandsbanka eru virk í Fríðu og safna endurgreiðslum ef greitt er með þeim.

Viðskiptavinir geta óskað þess að skrá sig úr sérsniðnum tilboðum ef þeir kjósi svo. Slíkt er hægt að gera beint í gegnum appið undir stillingar eða hafa samband við þjónustuver í síma 440 4000.
Smellt er á „Fríða“ á upphafssíðu appsins sem leiðir notendur á réttan stað. Einnig er hægt að smella á „Meira“ á upphafssíðu og velja því næst „Fríða“. Kjósi notendur að fela Fríðu á upphafssíðu er slíkt hægt undir stillingar á „Fríðu“ síðunni. Athugið að nauðsynlegt er að hafa útgáfu 3.2.954 (iOS) eða 3.2.968 (android) af appinu eða hærri (sést undir stillingar í appinu). Android símar þurfa að vera með stýrikerfi 5.0 eða hærra á meðan iOS notendur þurfa að vera með iPhone5 eða nýrri.
Já, Fríða verður eingöngu aðgengilegt í appinu (til að byrja með a.m.k.).

Kerfið byggir á m.a. á samantekt á þeim gögnum sem bankinn hefur aðgang að nú þegar. M.a. er stuðst er við kortafærslur og aðrar lýðfræðilegar breytur s.s. aldur, kyn, búsetu o.s.frv. Mikilvægt er að hafa í huga að bankinn lætur utanaðkomandi aðila aldrei fá persónugreinanlegar upplýsingar heldur byggir tilboðsgerðin á ópersónugreinanlegum samantektum.

Dæmi: Verslun vill senda tilboð á aðila sem hafa verslað í ákveðnu póstnúmeri síðustu 3 mánuði. Tilboðið á aðeins að fara til karla sem eru á aldrinum 30-40 ára. Í þessu tilviki skoðum við hverjir passa í markhópinn og sendum tilboðið aðeins á þá. Hvorki söluaðili né vinnsluaðili fá upplýsingar um persónur í hópnum.

 

Inneign mín og endurgreiðsla

Opna allt

Notendur fá greitt inn á reikning sinn 18. hvers mánaðar fyrir færslur sem safnað var á tímabilinu 22. – 21. mánaðarins á undan. Dæmi: færslur sem safnast frá 22.júní – 21.júlí greiðast út 18.ágúst.

Við sendum notendum sjálfkrafa endurgreiðslu mánaðarlega að því gefnu að notandi hafi skilgreint bankareikning fyrir endurgreiðsluna. Takist endurgreiðslan ekki á tilsettum tíma, t.d. vegna þess að bankareikningur er ekki lengur til staðar, mun Íslandsbanki gera allt í sínu valdi til að hafa upp á notandanum og greiða féð til viðkomandi. Gangi það ekki eftir mun Íslandsbanki varðveita féð eins og almennar reglur um fyrningu segja til um.
Hægt er að velja reikning beint í gegnum Íslandsbankaappið. Ef viðkomandi er ekki með snjallsíma er hægt að hafa samband við þjónustuver sem getur skráð niður reikningsupplýsingarnar sem verða seinna uppfærðar. 
Hugsanlega. Við getum ekki lofað að þú fáir nákvæmlega sama endurgreiðslutilboð og vinur þinn en ef þið eruð með svipaða neyslusögu ættir þú að fá sambærileg tilboð. Söluaðilum er boðið að veita ólíkum neysluhópum endurgreiðsluafslætti sem passa við neyslumynstur þeirra. Í sumum tilfellum eru fyrirtæki reiðubúin að gefa einungis örfáum notendum slík tilboð en í öðrum tilfellum mun fleiri.
Söluaðilar geta boðið upp á mismunandi tilboð með mismunandi tilgangi. Í mörgum tilfellum eru fyrirtæki reiðubúin að veita neytendum sem hafa sjaldan eða aldrei verslað hjá þeim mikinn afslátt í takmarkaðan tíma til að auka líkurnar á því að þeir prófi þeirra verslun. Að sama skapi eru góðar líkur á því að aðrar fatabúðir sem þú verslar ekki við reyni að keppa um þín viðskipti og bjóða þér háan afslátt.
Já, það er í lagi að færslur komi inn nokkrum dögum eftir að tilboði lýkur svo framarlega sem að færsludagsetning þeirra sé innan tímamarka tilboðsins.
Í Fríðu er ekki föst punktasöfnun. Það veltur að miklu leiti á því hversu duglegir viðskiptavinir eru að nýta sér þau tilboð sem í boði eru. Okkar vonir eru þær að lang flestir okkar viðskiptavina muni fá meira til baka með tilkomu Fríðu.
Endurgreiðslan er greidd út einu sinni í mánuði (fyrir mánuðinn á undan) inn á reikning sem viðskiptavinur velur sjálfur.

Tilboðin í fríðindakerfinu

Opna allt
Nei, lagt er upp með að bjóða einnig upp á almenn tilboð sem eru aðgengileg öllum
Þau tilboð munu hætta og Fríða tekur við.

Skilmálar Fríðu

Netspjall