Hefja viðskipti


* Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út

Það er auðvelt að flytja viðskiptin til Íslandsbanka. Við tökum vel á móti þér og kappkostum að gera flutning viðskipta einfaldan, öruggan og þægilegan hvort sem þú ert einstaklingur eða fyrirtæki.

Fylltu úr formið og ráðgjafi frá bankanum hefur samband við þig. Ráðgjafinn fer yfir þá þjónustu sem Íslandsbanki býður upp á og sér um að flytja viðskiptin þín þannig að þú þarft ekki sjálf/ur að segja upp viðskiptum þínum við núverandi viðskiptabanka.

Vinsamlegast hafðu með þér löggild skilríki við komu í útibúið.

Spurt og svarað

Opna allt
Stofnun reikninga og Netbanka gerist samdægurs. Stofnun greiðslukorta tekur allt að 3 virka daga. Misjafnt er hversu langan tíma tekur að flytja aðra þjónustu, s.s. greiðsluþjónustu og útlán en skoða verður hvert tilvik fyrir sig. Við leggjum kapp á að allt ferlið taki sem skemmstan tíma.
Einstaklingar þurfa að koma með fullgild persónuskilríki, s.s. vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini. Til að taka af tvímæli þá teljast greiðslukort ekki vera fullnægjandi persónuskilríki.
Ráðgjafi Íslandsbanka aðstoðar þig við að fylla út umsókn vegna flutnings viðskipta sem hann svo sendir til núverandi viðskiptabanka í þínu umboði. Þú þarft því ekki að fara sjálf/ur og segja viðskiptum upp við fyrri banka, við sjáum um það fyrir þig
Netspjall