Skilmálar Gjafakort

  1. Aðilar skilmála
  2. Samþykki skilmála
  3. Kortið og notkun
  4. Gildistími gjafakorts, endurútgáfa og fyrning
  5. Misnotkun og ábyrgð
  6. Glatað gjafakort og endurútgáfa

1. Aðilar skilmála

1.1 Kaupandi: Sá aðili sem kaupir Gjafakortið og leggur inn á það ráðstöfunarfé.

1.2 Handhafi: Sá aðili sem er notandi/þiggjandi Gjafakortsins.

1.3 Útgefandi: Íslandsbanki er útgefandi Gjafakorta Íslandsbanka.

1.4. Söluaðili: Þeir aðilar sem taka á móti greiðslukortum Íslandsbanka.

2. Samþykki skilmála

2.1 Með kaupum á Gjafakorti Íslandsbanka er kaupandi að samþykkja skilmála þessa.

2.2 Með fyrstu notkun á Gjafakorti Íslandsbanka er handhafi að samþykkja skilmála þessa auk almenna skilmála greiðslukorta.

2.3 Um kostnað vegna Gjafakorts fer samkvæmt gjaldskrá bankans.

3. Kortið og notkun

3.1 Gjafakortið er fyrirframgreitt alþjóðlegt greiðslukort sem veitir rétt til úttektar á vöru og þjónustu hvar sem er í heiminum hjá þeim sölu- og þjónustuaðilum sem taka við greiðslukortum. Skilmálarnir gilda óháð því frá hvaða greiðslukortafyrirtæki gjafakortið stafar (Visa; Mastercard, AmEx o.s.frv.)

3.2 Handhafi skal skrifa nafn sitt aftan á kortið fyrir fyrstu notkun og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að Gjafakortið komist ekki í hendur óviðkomandi aðila.

3.3 Aðeins sá sem skrifað hefur aftan á kortið má nota það og telst það til kortamisnotkunar ef annar aðili reynir að greiða með Gjafakortinu.

3.4 Heimilt er að leggja einu sinni inn á kortið, að lágmarki 2.000 kr. og að hámarki 100.000 kr. Þegar inneign klárast er kortið ónýtt og skal handhafi eyðileggja það.

3.5 Útgefandi innheimtir afgreiðslugjald samkvæmt verðskrá hans við kaup Gjafakorts.

3.6 Handhafi Gjafakorts skal nota kortið samkvæmt almennum skilmálum greiðslukorta og ber ábyrgð á allri notkun þess, bæði gagnvart söluaðilum og útgefanda, vegna vanrækslu við meðferð Gjafakortsins.

3.7 Handhafi getur hvenær sem er krafist innlausnar Gjafakorts hjá gjaldkera í útibúi Íslandsbanka. Heimilt er að óska eftir innlausn hvort heldur sem er í heild eða að hluta.

3.8 Handhafi skal greiða úttektargjald, eins og það er í verðskrá útgefanda hverju sinni. Úttektargjalds verður einungis krafist þegar krafa um innlausn er gerð fyrir lok gildistíma Gjafakorts eða meira en ári eftir lok gildistíma Gjafakorts.

3.9 Íslensk lög gilda um útgáfu og notkun kortsins. Útreikningur vegna erlendra greiðslna fer samkvæmt gjaldskrá útgefanda.

3.10 Úttektir handhafa í erlendri mynt eru umreiknaðar í íslenskar krónur á því gengi sem í gildi er á þeim degi þegar færslan berst útgefanda í greiðsluskiptum milli landa. Vegna gengisáhættu getur erlend úttekt af kortinu ekki farið yfir 90% af inneign kortsins.

3.11 Ekki er heimilt að nota kort án samtíma rafræns aflesturs (CVC lesning) og það verður ekki notað til að stofna boðgreiðslur, léttgreiðslur, framlög eða staðgreiðslulán.

4. Gildistími gjafakorts, endurútgáfa og fyrning

4.1 Gjafakortið hefur ákveðinn gildistíma sem fram kemur á framhlið kortsins.

4.2 Eftir að gildistími Gjafakorts er útrunninn er handhafa óheimilt að nota kortið. Handhafi getur þá krafið útgefanda um eftirstöðvar inneignar kortsins annað hvort með því að óska eftir því að inneignin verði flutt yfir á nýtt Gjafakort Íslandsbanka og skal þá greitt fyrir nýja kortið samkvæmt verðskrá útgefanda eins og um nýtt kort væri að ræða eða með því að taka inneignina út í reiðufé í útibúi Íslandsbanka.

4.3 Sýna þarf með sannanlegum hætti fram á réttmæti þess að fá kortið endurútgefið.

4.3.1 Sannanlegur háttur er:

     a) framvísun kortsins þar sem sjá má gildistíma þess og undirskrift korthafa eða 

     b) staðfestingarkvittun frá kaupdegi kortsins þar sem fram kemur annað hvort kortanúmerið eða staðfestingarnúmer kaupa.

4.4 Þrátt fyrir að tími hafi liðið frá því að upprunalega kortið var keypt og þangað til nýja kortið er útbúið eða reiðufé greitt út, þá er útgefanda óheimilt að reikna vexti sem byggjast á lengd þess tíma sem handhafi hefur haft kortið undir höndum.

4.5 Inneign á Gjafakorti Íslandsbanka fyrnist samkvæmt ákvæðum laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda.

5. Misnotkun og ábyrgð

5.1 Útgefandi ber ekki ábyrgð á tjóni eða óhagræði sem korthafi getur orðið fyrir ef kortinu er hafnað sem greiðslu fyrir vöru eða þjónustu hjá söluaðila.

5.2 Útgefandi ber enga ábyrgð ef upp kemur ágreiningur á milli korthafa og söluaðila vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem greitt er fyrir með Gjafakorti, svo sem ef um gallaða eða ófullnægjandi vöru eða þjónustu er að ræða.

5.3 Handhafi ber ábyrgð á allri notkun Gjafakorts nema útgefandi beri ábyrgð vegna framkvæmdar óheimillar greiðslu á grundvelli laga um greiðsluþjónustu nr. 120/2011.

5.4 Misnotkun Gjafakorts varðar við almenn hegningarlög nr. 19/1940.

6. Glatað gjafakort og endurútgáfa

6.1 Handhafi skal tilkynna glötuð gjafakort til þjónustuvers Íslandsbanka í síma 440 4000 svo hægt sé að loka fyrir frekari notkun kortsins. 

6.1.1 Handhafi ber alla ábyrgð á innstæðu kortsins þangað til það er tilkynnt glatað.

6.2 Til þess að loka kortinu þarf að gefa upp kortanúmer Gjafakorts eða staðfestingarnúmer sem finna má á staðfestingarkvittun frá kaupdegi kortsins. Ekki er unnt að loka glötuðu korti með öðrum hætti. Ef númer korts er ekki tiltækt eru eftirstöðvar þess óendurkræfar fyrir kaupanda og handhafa kortsins.

6.3 Handhafi eða kaupandi getur fengið nýtt Gjafakort með eftirstöðvum þess gamla eða fengið inneign greidda út í reiðufé í útibúi Íslandsbanka  í samræmi við lið 4.1 í skilmálum þessum. Kostnaðurinn við það er samkvæmt verðskrá útgefanda.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall