Icelandair tengd fríðindi

Icelandair Saga Club

Þó nokkur kort hjá okkur safna Vildarpunktum Icelandair og eru fjölmargar leiðir í boði til að nýta Vildarpunktana þína. Þú getur meðal annars nýtt þá í flug, hótelgistingu, bílaleigubíl eða á vefsíðunni points.com.

Við hvetjum þig til að kynna þér söfnun hvers korts en söfnun er mismunandi á milli korta en töluverður munur er á fjölda punkta sem safnast á hverju korti fyrir sig.

Vildarpunktar einstaklingskorta safnast á kennitölu aðalkorthafa.

Fríðindi tengt:

 • Classic Icelandair
 • Platinum Icelandair
 • Premium Icelandair
 • Business Icelandair

30.000 viðbótarpunktar

Einn af frábærum kostum Premium kortsins er 30.000 viðbótarpunktar. Óháð punktasöfnun eiga Premium korthafar möguleika á 30.000 Vildarpunktum einu sinni á ári ef veltan á Premium kortinu nær 4,1 milljónum á 12 mánaða tímabili frá stofndegi kortsins. Korthafi er því að fá til viðbótar við þá punktasöfnun sem reiknast af veltu sinni viðbótarpunkta upp á 30.000 Vildarpunkta.

Vildarpunkta er hægt að nota óháð farrými, í hvaða flug sem er og hvaða sæti sem er, hvenær sem er. Korthafa er kleift að nota Vildarpunkta upp í hluta eða að öllu leiti fyrir flug, skatta eða gjöld.

 

Fríðindi tengt:

 • Premium Icelandair

Saga Lounge Icelandair

Betri stofa Icelandair í Leifsstöð er hin glæsilegasta og þar geturðu verið í ró og næði. Netsamband, tímarit, veitingar og hvíldaraðstaða er meðal annars það sem betri stofan í Leifsstöð betur boðið þér.

Þegar flogið er með áætlunar- og leiguflugi Icelandair þá veita ákveðin kort þér, sem handhafa kortsins, aðgang í Saga Lounge stofuna í Leifsstöð án endurgjalds, ekki er heimilt að taka með gest. Börn fá eingöngu aðgang í Saga Lounge ef þau ferðast á Saga Premium.

Framvísa þarf kortinu og brottfararspjöldum við inngöngu í Saga Lounge stofuna í Leifsstöð.
Undirbúðu þig fyrir flugið og slakaðu á í rólegu umhverfi betri stofunnar.

Fríðindi tengt:

 • Platinum Icelandair
 • Premium Icelandair
 • Business Icelandair

Icelandair Golfers

Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar kylfingum að leggja stund á íþrótt sína erlendis. Premium korthöfum stendur til boða að greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers, en árgjaldið í klúbbinn er 8.900. Hægt er að fá frekari upplýsingar um klúbbinn á heimasíðu hans, icelandairgolfers.is.
Ef þú ert Premium meðlimur og vilt ganga í Icelandair Golfers þá biðjum við þig að skrá þig í gegnum heimasíðu þeirra. Þú merkir í nýskráningunni að þú sért handhafi Premium Mastercard kortins og þá verður árgjald klúbbsins ekki rukkað á kortið þitt.
Sért þú að endurnýja áskrift þína við Golfers getur þú gert það hér.

Hvað er innifalið í Icelandair Golfers:

 • Tilboð til meðlima klúbbsins
 • Sértilboð til Premium korthafa
 • Ekkert gjald tekið fyrir golfsett í áætlunarflugi Icelandair
 • 2.500 Vildarpunktar (einungis fyrir aðalkorthafa)
 • Icelandair Golfers meðlimakort
 • Merkikort fyrir golfpokann
 • Kortið gildir í eitt ár

Ath! Það tekur 7-14 virka daga að fá gögnin send heim.

Fríðindi tengt:

 • Premium Icelandair

Bílastæðaendurgreiðsla

Korthöfum Premium kortsins býðst að leggja á langtíma bílastæði ISAVIA við Leifsstöð og fá allt að 3.750 kr endurgreitt, þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair.

Bókað á netinu

Mikil aðsókn getur verið við að fá bílastæði á langtímastæði ISAVIA við Leifsstöð og því getur þú tryggt þér bílstæði með því að bóka fyrirfram á netinu. Ef bílastæði er bókað í bókunarvél á netinu þá fær korthafi sendan miða með bókunarstaðfestingu. Sá miði er skannaður við innkeyrsluhlið og aftur við útkeyrslu, miðann má skanna beint úr símanum eða af útprenti. Í lok tímabils fær handhafi kortsins endurgreiðslu sem nemur allt að 3.750 kr. 

Bóka bílastæði á Keflavíkurflugvelli.

Mæta á staðinn

Kreditkortið er sett í afgreiðsluvél þegar ekið er inn á langtímastæði við brottför. Við heimkomu er sama kort sett í afgreiðsluvél þegar ekið er út af langtímastæði og greitt er fyrir þá daga sem bíll var geymdur á bílastæðinu. Í lok tímabils fær handhafi kortsins endurgreiðslu sem nemur allt að 3.750 kr.

Endurgreiðsluferlið

Endurgreiðsla mun berast í lok tímabilsins á kort þess handhafa sem greiddi fyrir bílastæðið. Endurgreiðsluupphæð getur numið allt að 3.750 kr.

Fríðindi tengt:

 • Premium Icelandair
 • Business Icelandair

Flýtiinnritun í Leifsstöð

Við bjóðum þér sem handhafa ákveðinna korta að fara fram fyrir röðina og innrita þig á sérstöku forgangsinnritunarborði í Leifsstöð þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair, óháð farrými sem keypt er. Framvísa þarf korti við innritun.


Fríðindi tengt:

 • Platinum Icelandair 
 • Premium Icelandair
 • Business Icelandair
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall