Kortatímabil

Einstaklings kreditkort geta valið um þrenn kortatímabil:

Fyrsta kortatímabilið er frá 27.hvers mánaðar til og með 26. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 2. hvers mánaðar nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Annað kortatímabilið er frá 1. til og með 31. sama mánaðar. Gjalddaginn er 3. næsta mánaðar eftir að kortatímabili lýkur nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir. Þetta kortatímabil er eingöngu í boði sem pappírslaus viðskipti og fær korthafi reiknings sinn birtan í rafrænum skjölum netbanka.


Þriðja kortatímabilið
er frá 12. hvers mánaðar til og með 11. næsta mánaðar. Gjalddaginn er 17. sama mánaðar og kortatímabili lýkur nema ef að sá dagur ber upp á helgidag þá er gjalddaginn næsta virka dag á eftir.

Kortatímabilið er alltaf það sama og því aldrei breytilegt.

Á kortatímabilum einstaklingskorta er gjalddagi jafnframt eindagi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall