Snertilausar greiðslur

Með snertilausri virkni geta korthafar greitt fyrir vöru og þjónustu með því að bera kortið eða símann upp að kortalesaranum án snertingar og PIN númers.

Hægt er að greiða snertilaust hjá þeim söluaðilum sem hafa búnað til þess að taka á móti snertilausum greiðslum. Afgreiðslutæki sem geta tekið á móti snertilausum greiðslum eru auðkennd með merki eins og sjá má hér til hliðar.

Snertilausar greiðslur hafa verið að ryðja sér til rúms erlendis á undanförnum árum og hefur öryggi þeirra verið margprófað.

Til þess að virkja snertilausa virkni þarf að nota kortið í afgreiðslutæki hjá söluaðila með því að staðfesta PIN með örgjörvalesningu. Snertilausi valmöguleikinn á kortinu er þá orðinn virkur.

Kostir

  • Snertilausar greiðslur flýta fyrir viðskiptum fyrir smáar upphæðir en eru háðar takmörkunum af öryggisástæðum
  • Hver snertilaus greiðsla getur verið að hámarki kr. 5.000 kr
  • Samanlögð upphæð snertilausra greiðslna getur ekki verið hærri kr. 10.000 á milli þess sem kortið er notað á hefðbundin hátt og greiðsla staðfest með PIN-númeri
  • Þegar hámarksupphæð snertilausra greiðslna er náð þarf að staðfesta greiðslu með PIN-númeri til þess að hægt sé að hefja snertilausar greiðslur á ný með kortinu

Til þess að greiða með síma í posa er farið inn í Kortaappið frá Íslandsbanka og það kort sem virkja á snertilaust er valið og virkjað. Snertilausi valmöguleikinn í símanum er þá orðinn virkur.

Kostir

  • Snertilausar greiðslur flýta fyrir viðskiptum
  • Heimild kortsins eru hámarksviðmið á viðskiptum með síma í posa
  • Símtæki þarf að vera með öryggislæsingu (PIN númeri, fingrafari eða munstri) svo að snertilausvirkni sé í boði
  • Greiðsla í gegnum snertilausavirkni síma í posa er staðfest með því að aflæsa símtæki innan ákveðina tímamarka
  • Í einhverjum tilfellum þarf að endurstaðfesta öryggislæsingu símans og koma skilaboð þess efnis á posan þegar það þarf
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall