Hvaða möguleikar eru í boði?

Við bjóðum bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð húsnæðislán. Einnig er hægt að blanda þessum tveimur lánsformum saman en best er að skoða ólíka eiginleika þeirra til að meta hvað hentar þér.
Sérstakt aukalán er í boði fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu eign.

Húsnæðislánavextir

 • Óverðtryggð lán

  með föstum vöxtum í 3 eða 5 ár

  Kostir

  Hraðari eignamyndun og jöfn greiðslubyrði

  Ókostir

  Hærri greiðslubyrði og uppgreiðslugjöld

 • Óverðtryggð lán

  með breytilegum vöxtum

  Kostir

  Hraðari eignamyndun og ekkert uppgreiðslugjald

  Ókostir

  Greiðslubyrði oft hærri og hætta er á að hún sveiflist meira.

 • Verðtryggð lán

  Með vaxtaendurskoðun á 5 ára fresti

  Kostir

  Lægri og stöðugri greiðslubyrði í upphafi lánstímans

  Ókostir

  Hægari eignamyndun og uppgreiðslugjöld

 • Verðtryggð lán

  með breytilegum vöxtum

  Kostir

  Lægri greiðslubyrði og ekkert uppgreiðslugjald

  Ókostir

  Hægari eignamyndum

 • Blönduð lán

  Verðtryggð og óverðtryggð

  Kostir

  Dreifir vaxtaáhættu og stöðugri greiðslubyrði en á óverðtryggðum lánum

  Ókostir

  Aukinn umsýsla við fleiri lánstegundir

 • Aukalán við fyrstu kaup

  Allt að 3 milljónir króna

  Kostir

  Lánsfjárhlutfall allt að 90% af kaupverði íbúðar sem auðveldar útborgun

  Ókostir

  Aukin áhætta og kostnaður fylgir hærra lánsfjárhlutfalli

 

Húsnæðiskaupaferlið og hagnýtar upplýsingar

Hvað hentar mér?

Komdu í heimsókn í næsta útibú og fáðu viðtal hjá ráðgjafa í húsnæðisþjónustu sem aðstoðar þig við að meta hvað hentar best. Kaup á húsnæði er oftast stærsta einstaka fjárfesting sem fólk tekst á hendur á lífsleiðinni og því mikilvægt að vanda til verka.

Panta viðtal

Lánsfjárhæð

Við lánum allt að 70% af fasteignamati íbúðar eða húsnæðis en lántakendum stendur til boða að taka viðbótarlán upp í 80% af kaupverði íbúðarhúsnæðis. Viðbótarlánið getur verið verðtryggt eða óverðtryggt.

Reikna húsnæðislán

Fasteignamarkaðurinn - Greiningardeild Íslandsbanka

Frá árinu 2010 hefur hækkandi húsnæðisverð aukið eigið fé landsmanna sem bundið er í húsnæðiseign um rúmlega 2.050 milljarða króna umfram verðbólgu á...
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall