Blönduð húsnæðislán

Viðskiptavinir geta valið að skipta lánsfjárhæðinni upp í tvö eða fleiri lánsform. Þannig geta lántakendur ráðið hlutfalli verðtryggðra og óverðtryggðra lána í sinni húsnæðisfjármögnun. 

Einnig er hægt að hafa hluta af fjármögnuninni á breytilegum vaxtakjörum og hluta með föstum vöxtum fyrstu ár lánstímans.

Kostir

  • Stöðugri greiðslubyrði á verðtryggðu láni getur vegið upp sveiflur í greiðslubyrði óverðtryggðs láns á breytilegum vöxtum
  • Greiðslubyrði verðtryggðra lána er yfirleitt léttari í upphafi lánstímans en þyngist eftir því sem líður á lánstímann, öfugt við greiðslubyrði óverðtryggðra lána sem er yfirleitt þyngri í upphafi en léttist svo vegna hraðari niðurgreiðslu höfuðstóls
  • Dreifir vaxtaáhættu að velja bæði breytilega og tímabundna fasta vexti

Ókostir

  • Aukinn umsýslukostnaður þar sem lánsformin sem þarf að meðhöndla sérstaklega eru fleiri en ella, s.s. við skjalagerð og þinglýsingu
  • Tvær eða fleiri greiðslukröfur sem lántaki þarf að standa skil á um hver mánaðamót

Dæmi um blönduð lán

Blönduð húsnæðisfjármögnun,
verðtryggð og óverðtryggð

Blönduð húsnæðisfjármögnun,
verðtryggð og tvær tegundir
óverðtryggðra húsnæðislána

Blönduð húsnæðisfjármögnun,
verðtryggð og tvær tegundir
óverðtryggðra húsnæðislána

Lánað er allt að 70% af fasteignamati ríkisins en lántakendum stendur til boða viðbótarlán upp í 80% af kaupverði íbúðarhúsnæðis. Hægt er að velja tegund viðbótarláns; breytilegir óverðtryggðir vextir, óverðtryggðir fastir vextir eða verðtryggðir vextir - sjá vaxtatöflu Íslandsbanka.

Lágmarks lánsfjárhæð er 1 milljón kr. og hámarks lánsfjárhæð eru 60 milljónir kr. 

Húsnæðislán innan 70% af fasteignamati er lánað frá 5 árum til allt að 40 ára en viðbótarlán upp að 80% af kaupverði er til allt að 25 ára. Hægt er að velja á milli jafnra afborgana af höfuðstól og jafnra greiðslna (annuitet).

Almennt lántökugjald húsnæðislána er 65.000 kr. en lántökugjald vegna fyrstu íbúðarkaupa er fellt niður. Kostnaður sem rennur til ríkissjóðs er þinglýsingargjald sem fylgir gjaldskrá sýslumannsembættis. Kostnaður vegna annarra þátta s.s. útgáfu á skuldabréfi, gerð greiðslumats, veðbandayfirlit og lánayfirlit fylgir verðskrá bankans hverju sinni.  

Hægt er að glöggva sig á árlegri hlutfallstölu kostnaðar við lántökuna með því að slá inn forsendur í reiknivél húsnæðislána

Ekkert uppgreiðslugjald er á lánum með breytilegum vöxtum en lán með föstum vöxtum bera uppgreiðslugjald skv. verðskrá bankans hverju sinni þó að hámarki 1%. Ávallt heimilt að greiða 1 m.kr. aukalega inn lánin á ársgrundvelli án þess að til komi uppgreiðslugjalds. Uppgreiðslugjald reiknast eingöngu af fjárhæðum umfram 1 m.kr. og eru til viðbótar við reglulegar afborganir af láninu og aðeins á meðan lánið ber fasta vexti

Húsnæðislán eru veitt einstaklingum til kaupa eða endurfjármögnunar á fullgerðu íbúðarhúsnæði á Íslandi til eigin nota. Lánað er gegn fyrsta veðrétti eða samfelldri veðröð frá og með fyrsta veðrétti og er hver umsókn metin með tilliti til lánshæfis og virði íbúðarhúsnæðis. Áður en lánsumsóknir eru samþykktar þurfa viðskiptavinir að standast lánshæfis- og greiðslumat hjá bankanum.

Vangoldnar greiðslur gætu haft alvarlegar afleiðingar (t.d. nauðungarsölu) og gert neytanda erfiðara um vik að fá lán í framtíðinni.

Tengdar vörur

Verðtryggt lán

Óverðtryggt lán

Húsnæðissparnaður

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall