Fylgiskjöl

Eftirfarandi gögnum ásamt undirritaðri umsókn þarf að skila inn fyrir greiðslumat hjá Íslandsbanka:

 

 • Skattskýrsla síðasta árs (sótt af www.skattur.is eða frá löggiltum endurskoðanda).
 • Sé um eigin rekstur að ræða þarf að skila inn yfirliti úr staðgreiðsluskrá fyrir síðustu tvö árin (aðgengilegt á www.skattur.is).
  • Ef sýna á fram á arðgreiðslur og hreinar tekjur af eigin atvinnurekstri þarf að framvísa skattframtölum sl. þriggja ára.
 • Yfirlit frá innheimtumanni Ríkissjóðs um skuldastöðu (aðgengilegt á www.skattur.is, en einnig hægt að senda fyrirspurn á fyrirspurn@tollur.is).
 • Upplýsingar um meðlag og barnabætur (aðgengilegt á www.skattur.is).
 • Launaseðlar/lífeyrir/bætur síðustu þriggja mánaða.
  • Ef um er að ræða tekjur frá Tryggingastofnun þarf að framvísa greiðsluáætlun
 • Afrit af síðasta greiðsluseðli allra lána umsækjenda (aðgengilegt undir Rafræn skjöl í netbanka).
 • Yfirlit yfir greiðsludreifingar og kortalán vegna kreditkorta.
 • Staðfesting á fé sem nota á til fasteignakaupa t.d. bankayfirlit (athuga þó binditíma reikninga).
  • Styrkyfirlýsing þarf að fylgja með ef um styrk er að ræða ásamt staðfestingu á fé (styrkyfirlýsingin er aðgengileg hér).
 • Verðmat/kauptilboð unnið af löggiltum fasteignasala.
  • Kauptilboð þarf að vera vottað og undirritað af kaupendum og seljendum.
 • Veðbókarvottorð þeirrar eignar sem verið er að kaupa (aðgengilegt hjá fasteignasala en Íslandsbanki getur útvegað gegn gjaldi).
 • Veðbókarvottorð allra fasteigna í eigu umsækjanda (Íslandsbanki getur útvegað gegn gjaldi).
 • Ef um hjónaskilnað er að ræða þarf fjárskipta- og skilnaðarsamning staðfestan af sýslumanni.
  • Ef um sambúðarslit er að ræða þarf staðfestingu á skiptingu eigna og skulda sem undirrituð er af báðum aðilum (ef einungis er um að ræða veðskuldir á eign sem er í eigu beggja aðila þarf ekki að skila inn staðfestingu)
 • Undirritað umboð til að óska eftir fjárhagslegum upplýsingum (Íslandsbanki útvegar gegn gjaldi).

Umsókn um greiðslumat

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall