Spurt og svarað um rafræna undirritun

Hvað er rafræn undirritun? 

Rafræn undirritun er tækni til að sanna tengsl á milli gagna og einstaklinga eða lögaðila. Undirskriftin er framkvæmd með rafrænum skilríkjum sem byggja á vottuðum dreifilykli og einkalykli notanda. Við rafræna undirritun er tætigildi skjals dulritað með einkalykli notanda sem síðan er tengt við vottaðan dreifilykil notanda skilríkjanna. Rafræna undirritunin samanstendur því af dulrituðu tætigildi viðkomandi skjals ásamt vottuðum dreifilykli notanda.

Rafræn undirritun er gerð með rafrænum skilríkjum (auðkenniskort eða sími með rafrænum skilríkjum) og er jafngild undirskrift á pappír. Skjöl sem eru undirrituð rafrænt með Signet eru með vottuðum tíma sem og vottun á að sá sem undirritar er sá sem hann segist vera. Í ljósi þessa er ekki lengur þörf á sérstökum vottum að undirritun þegar skjöl eru rafrænt undirrituð með Signet.

Hvað eru rafræn skilríki?

Rafræn skilríki eru gefin út af Auðkenni, um er að ræða rafræn skilríki í síma og á kortum.  Signet býður eingöngu upp á rafrænar undirritanir útgefnum af fullgildu Auðkenni. Rafrænu skilríkin í farsíma eru tengd við SIM kort og því þarftu að hafa símann við höndina þegar þú undirritar. Til að virkja rafræn skilríki í síma þarf SIM kortið þitt að styðja við rafræn skilríki og skilríkin að vera virk. Á vef Íslandsbanka getur þú slegið inn símanúmerið þitt og fengið upplýsingar um hvort síminn þinn uppfyllir ekki tæknikröfur fyrir rafræn skilríki og hvort þú ert með virk rafræn skilríki og fengið upplýsingar um hvernig á að sækja um rafræn skilríki. Nánari upplýsingar um rafræn skilríki er einnig að finna á vef Auðkennis

Viltu vita meira?

Ef þú vilt fræðast meira um rafrænar undirritanir og rafræn skilríki þá bendum við svörin hér neðar eða á spurt og svarað á audkenni.is og signet.is.   Einnig er hægt er að fá nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum í útibúum Íslandsbanka eða í þjónustuveri í síma 440 4000.

Spurt & svarað

Opna allt

Já, rafrænar undirritanir eru löglegar. Þær standast kröfur laga nr. 28/2001 til fullgildra undirritana og jafngilda hefðbundinni undirritun með penna.

Rafrænar undirritanir eru stærðfræðilegt fyrirbrigði sem er þannig úr garði gert að með nútíma tækni er ekki neinn möguleiki á að falsa undirritunina. Strangt vottunarferli við útgáfu rafrænna skilríkja tryggir að hægt er að treysta því að réttur aðili sé á bak við viðkomandi undirritun. Fyrir öllu þessu liggja rekjanlegir ferlar og skrár þannig að alltaf er hægt að sanna tengsl undirritanda og viðkomandi undirritunar.

Við hefðbundna undirritun er ekkert sem sannar tengsl undirritanda við viðkomandi undirritun, þó svo að rithandar sérfræðingar geti leitt líkur að því að viðkomandi undirritun hafi verið framkvæmd af viðkomandi undirritanda.

Þegar undirritanir eru framkvæmdar í Signet, þá gengur kerfið úr skugga um að undirritunin sé gild, þannig að notendur geta treyst því að undirritanir framkvæmdar með Signet eru gildar og standast gagnavart lögum.

Einnig er hægt að fara inn á signet.is og velja þar staðfesta þar er hægt að hlaða inn skjölum og sannreyna að undirritanir eru í lagi.

Signet undirritanir eru langtíma undirritanir, þannig að þær innhalda öll sönnunargögn sem þarf til að sannreyna undirritunina. Signet undirritanir eru því enn í fullu gildi þó svo að skilríki þín hafi runnið út eftir að undirritunin var framkvæmd.

Signet býður eingöngu upp á rafrænar undirritanir með skilríkjum útgefnu af Fullgildu Auðkenni. Signet styður bæði skilríki í síma og á kortum.

Rafrænar undirritanir notast við örugga og áreiðanlega reiknireglu sem er eins örugg og mögulegt er.

Signet keyrir á öllum helstu stýrikerfum sem erum með vafra (sjá spurningum Styður Signet alla vafra). Undirritun með skilríki á korti virkar eingöngu á Windows stýrikerfum. Ef þú ert með skilríki á farsíma þá er hægt að undirrita á flestum stýrikerfum hvort heldur er um að ræða tölvu eða snjalltæki.

Signet styður alla helstu vafra sbr. Chrome, Safari, Internet Explorer, Firefox og Opera hvort heldur um er að ræða tölvur eða snjalltæki.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall