Lán vegna fyrstu kaupa

 

Sláðu inn verð íbúðarinnar og
sjáðu hve mikið eigið fé þú þarft
í útborgun miðað við hámarkslán.

Verð fyrstu íbúðar
Kr.

2.500.000 kr.

Óverðtryggt aukalán til 10 ára með jöfnum greiðslum

Dæmi
Lánsfjárhæð
3.000.000 kr.
Greiðslubyrði á mán.
35.063 kr.
Vextir nú (breytilegir) *
7%
Árleg hlutfallstala kostn.
7,98%
Heildargreiðsla á lánstíma 4.207.506 kr.
Lántökugjald 0 kr.
Tilkynningar- og greiðslugjald 130 kr.

Aukalán til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn

Að brúa bilið fyrir útborgun þegar maður kaupir sína fyrstu eign getur verið stór áskorun. Þess vegna bjóðum við upp á sérstakt aukalán fyrir þá sem eru að kaupa sér íbúð í fyrsta skiptið.  

  • Hámarksfjárhæð 3 milljónir kr. en þó að hámarki 90% af kaupverði íbúðarhúsnæðis
  • Lánið kemur til viðbótar við hefðbundna 80% húsnæðisfjármögnun af kaupverði
  • Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir skuldabréfalána skv. vaxtatöflu bankans hverju sinni, nú 6,55% að viðbættu 0,45% vaxtaálagi*
  • Hámarkslánstími 10 ár og hægt er að velja um jafnar afborganir eða jafnar greiðslur
  • Ekkert lántökugjald og ekkert uppgreiðslugjald
  • Skilyrði að lántaki standist lánshæfis- og greiðslumat hjá bankanum og sé með viðbótarlífeyrissparnað
  • Hægt að nýta skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar til að greiða lánið hraðar niður

Húsnæðiskaupaferlið og hagnýtar upplýsingar


Hvað hentar mér?

Líttu inn í næsta útibú Íslandsbanka og farðu í rólegheitum yfir þá lánamöguleika sem í boði eru með húsnæðislánaráðgjafa. Að kaupa húsnæði er auðvitað stór ákvörðun og því um að gera að vega og meta alla kosti í stöðunni. 

Húsnæðislánaráðgjafarnir okkar hafa víðtæka reynslu og góðan skilning á aðstæðum ungra fasteignakaupenda.

Panta ráðgjöf

*Skv. vaxtatöflu Íslandsbanka 11.10.2017. Í reiknivélum er hægt að reikna út heildarlántökukostnað og sjá hve hár hlutfallslegur kostnaður við lántöku er. Það auðveldar samanburð á mismunandi lánum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall