Húsnæðisvernd Íslandsbanka

Húsnæðisvernd Íslandsbanka er hluti af húsnæðislána þjónustu og er lánalíftrygging sem er ætluð viðskiptavinum sem taka húsnæðislán hjá bankanum og vilja tryggja sínum nánustu fjárhagslegt öryggi við andlát. Með Húsnæðisvernd býrð þú þér og þínum nánustu öruggari og áhyggjulausari framtíð.

Næstu skref

 

 

 

Af hverju Húsnæðisvernd Íslandsbanka?

Líftrygging tryggir aðstandendum þínum bætur ef þú fellur frá á tryggingartímanum. Engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur.

Þú ákveður tryggingar fjárhæðina og sem greiðist inn á húsnæðislán þitt við fráfall. Bæturnar eru greiddar út í einu lagi. Líftryggingarbætur eru skattfrjálsar og verðtryggðar.

Allir á aldrinum 18–49 ára geta sótt um líftryggingu og gildir hún til 70 ára aldurs.

Kostir Húsnæðisverndar

  • Einfalt í framkvæmd, þriggja spurninga heilsustaðfesting
  • Hægt að breyta upphæðum á tryggingartíma
  • Lækkar ekki þótt greitt sé inn á lánið

Pantaðu tíma hjá ráðgjafa

Veldu það útibú sem þú vilt að verði í sambandi við þig. Ráðgjafi hefur samband til að finna hentugan fundartíma.

Spurt og svarað

Opna allt

Nei, en það þarf að undirrita „upplýst samþykki“ sem innifelur 3 spurningar er varða heilsufar

Já öllum þeim sem taka og eru með  húsnæðislán hjá Íslandsbanka og eru á aldrinum 18-49 ára og geta staðfest heilsufar sitt með undirskrift á þar til gert eyðublað. Greiðslumat er skilyrði.

Hjá okkur leggjum við áherslu á að þetta ferli sé einfalt og þægilegt. Þú þarft eingöngu að fylla út „upplýst samþykki“, sem eru þrjár spurningar. Ekki þarf að fylla út ítarlega heilsufarsbeiðni.
Þú skrifar undir umsókn um leið og þú skrifar undir lánaskjöl og málið er afgreitt.
Þannig komum við í veg fyrir að þessi mikilvægi þáttur gleymist. Við skuldfærum reikninginn þinn mánaðarlega. 

Auknum skuldbindingum fylgir aukinn ábyrgð og gríðarlega mikilvægt að tryggja á sama tíma fjárhagslegt öryggi.   Húsnæðisverndin okkar er lánalíftrygging sem greiðir upp lánið eða inn á lánið , allt eftir fjárhæð húsnæðisverndarinnar.   Verði dauðsfall þá greiðist líftryggingin inn á lánið.  

Verð Húsnæðisverndar fer eftir tveimur þáttum,  aldri tryggingartaka og vátryggingarfjárhæð.  Mikil áhersla er lögð á að stilla verðlagningu í hóf og tryggja þannig vernd og öryggi.

Já, hvenær sem er, eingöngu þarf að fylla út uppsagnareyðublað.

Já. Það eru engin takmörk fyrir því, hver og ein trygging gildir. 

Bætur greiðast til Íslandsbanka sem ráðstafar svo allri upphæðinni inná húsnæðislánið

Sá sem hefur undirritað umsókn/upplýst samþykki fyrir húsnæðisvernd 

Hér þarf að skoða hvaða greiðslubyrði fólk ræður við og ákvarða þannig fjárhæð húsnæðisverndarinnar.  
Ef hjón/par tekur saman 20 milljóna króna lán þá gæti verið gott að skipta fjárhæðinni á milli, þannig að hvort um sig tæki 10 milljóna króna tryggingu. Sumir vilja tryggja sig fyrir öllu láninu og þá myndu bæði taka fulla tryggingu til samræmis við fjárhæð lánsins.  

Já algerlega en með ákveðnum hámarksfjárhæðum sem eru: 
25 milljónir fyrir 18-35 ára og 20  milljónir fyrir 36-49 ára

Nei, hún lækkar ekki með hækkandi aldri tryggingataka eins og oft er tilfellið með líftryggingar

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall