Óverðtryggt húsnæðislán

Íslandsbanki býður upp á tvær tegundir óverðtryggðra húsnæðis- og íbúðalána, annars vegar með breytilegum vöxtum þar sem vextir lánsins taka mið af vaxtatöflu bankans hverju sinni og hins vegar með föstum vöxtum fyrstu 3 / 5 ár lánstímans.

Greiðslubyrði lánsins er þyngri í upphafi en af verðtryggðum lánum vegna þess að fjármagnskostnaður er að fullu greiddur á hverjum gjalddaga. Fyrir vikið er eignamyndun yfirleitt hraðari. Hægt er að reikna út dæmi um greiðslubyrði með reiknivélum fyrir húsnæðislán.

Pantaðu viðtal hjá ráðgjafa í húsnæðisþjónustu í því útibúi sem næst er þér.

 

 

 

 

Breytilegir vextir*

 • Greiðslubyrði sveiflast í takti við gildandi vexti á hverjum tíma
 • Vextirnir taka meðal annars mið af fjármögnunarkostnaði bankans og stýrivöxtum
 • Vaxtatöflu bankans er að jafnaði breytt 30 dögum fyrir næsta gjalddaga lánsins en með skemmri fyrirvara ef vaxtabreytingar eru af völdum breytinga á vísitölum, viðmiðunargengi eða viðmiðunarvöxtum t.d. stýrivöxtum Seðlabanka Íslands
 • Hægt að óska eftir vaxtagreiðsluþaki (að lágmarki 7,5%)
 • Hægt að greiða lánið upp hvenær sem er án uppgreiðslugjalds

Fastir vextir fyrstu 3 / 5 árin*

 • Fastir vextir gilda í þrjú / fimm ár frá útborgunardegi lánsins
 • Eftir þrjú / fimm ár ber lánið breytilega vexti samkvæmt vaxtatöflu
 • Hægt að óska eftir vaxtagreiðsluþaki eftir að tímabili fastra vaxta lýkur (að lágmarki 7,5%)
 • Uppgreiðslugjald samkvæmt verðskrá hverju sinni
 • Ávallt heimilt að greiða aukalega 1 milljón króna inn á höfuðstól lánsins á ári án þess að til komi uppgreiðslugjald.
 • Hægt að greiða lánið upp að þremur / fimm árum liðnum án uppgreiðslugjalds

* Í reiknivélum er hægt að reikna út heildarlántökukostnað og sjá hve hár hlutfallslegur kostnaður við lántöku er. Það auðveldar samanburð á mismunandi lánum.

 

Lánað er allt að 70% af fasteignamati ríkisins en lántakendum stendur til boða viðbótarlán upp í 80% af kaupverði íbúðarhúsnæðis. Hægt er að velja tegund viðbótarláns; breytilegir óverðtryggðir vextir, óverðtryggðir fastir vextir fyrstu 3/5 árin, breytilegir verðtryggðir vextir eða verðtryggðir fastir vextir með vaxtaendurskoðun eftir 5 ár.

Lágmarks lánsfjárhæð er 1 milljón kr. og hámarks lánsfjárhæð eru 60 milljónir kr. 

Húsnæðislán innan 70% af fasteignamati er lánað til allt að 40 ára en viðbótarlán upp að 80% af kaupverði er til allt að 25 ára. Hægt er að velja á milli jafnra afborgana af höfuðstól og jafnra greiðslna (annuitet). Þó ber að hafa í huga að greiðslubyrði af lánum með jöfnum greiðslum getur breyst þegar lán eru á breytilegum vöxtum.

Almennt lántökugjald húsnæðislána er 65.000 kr. en lántökugjald vegna fyrstu íbúðarkaupa er fellt niður. Kostnaður sem rennur til ríkissjóðs er þinglýsingargjald sem fylgir gjaldskrá sýslumannsembættis. Kostnaður vegna annarra þátta s.s. útgáfu á skuldabréfi, gerð greiðslumats, veðbandayfirlit og lánayfirlit fylgir verðskrá bankans hverju sinni.  

Hægt er að glöggva sig á árlegri hlutfallstölu kostnaðar við lántökuna með því að slá inn forsendur í reiknivél húsnæðislána

Ekkert uppgreiðslugjald er á lánum með breytilegum vöxtum en lán með föstum vöxtum bera uppgreiðslugjald skv. verðskrá bankans hverju sinni. Ávallt heimilt að greiða 1 m.kr. aukalega inn lánin á ársgrundvelli án þess að til komi uppgreiðslugjalds. Uppgreiðslugjald reiknast eingöngu af fjárhæðum umfram 1 m.kr. og eru til viðbótar við reglulegar afborganir af láninu og aðeins á meðan lánið ber fasta vexti

Húsnæðislán eru veitt einstaklingum til kaupa eða endurfjármögnunar á fullgerðu íbúðarhúsnæði á Íslandi til eigin nota. Lánað er gegn fyrsta veðrétti eða samfelldri veðröð frá og með fyrsta veðrétti og er hver umsókn metin með tilliti til lánshæfis og virði íbúðarhúsnæðis. Áður en lánsumsóknir eru samþykktar þurfa viðskiptavinir að standast lánshæfis- og greiðslumat hjá bankanum.

Vangoldnar greiðslur gætu haft alvarlegar afleiðingar (t.d. nauðungarsölu) og gert neytanda erfiðara um vik að fá lán í framtíðinni.

Tengdar vörur

Verðtryggt lán

Blönduð leið

Húsnæðissparnaður

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall