Spurt og svarað um húsnæðislán

Spurt og svarað - Ný lán

Opna allt
 • Lánið fer sjálfkrafa á breytilega óverðtryggða húsnæðislánavexti sem verða í gildi á þeim tíma. Viðskiptavinur getur þá sótt um annars konar fyrirkomulag á vöxtum og ræðst það af skilyrðum lánveitingar og þeim lánstegundum sem verða í boði á þeim tíma 
 • Þegar ákvæðum um fasta vexti lýkur getur viðskiptavinur ennfremur greitt upp lán sitt án kostnaðar
 • Lántökugjald: 65.000 kr. en lántökugjald vegna fyrstu íbúðarkaupa er fellt niður. 
 • Þinglýsingarkostnaður: 2.000 kr. á lán samkvæmt verðskrá sýslumannsembættis.
 • Útgáfa skuldabréfs: 4.900 kr. á lán samkvæmt verðskrá bankans.
 • Annar kostnaður sem fylgir lántökunni svo sem kostnaður við greiðslumat, veðbandayfirlit og lánayfirlit fylgir verðskrá bankans hverju sinni.
  • Hægt er að reikna út heildarlántökukostnað miðað við mismunandi lánsforsendur í reiknivélum. 
  • Við útreikninginn birtist árleg hlutfallstala kostnaðar en hún nýtist neytendum til að bera saman mismunandi lánstilboð því hún tekur saman allan kostnað og vexti sem fylgja lánstilboði og setur fram í einni prósentutölu. 
 • Reiknaðu húsnæðislánið í reiknivélinni

Ekkert uppgreiðslugjald er á lánum með breytilegum vöxtum en lán með föstum vöxtum bera uppgreiðslugjald skv. verðskrá bankans hverju sinni þó að hámarki 1%, en þegar að tímabili fastra vaxta lýkur fellur uppgreiðslugjaldið niður enda lánið komið á breytilega húsnæðislánavexti. Uppgreiðslugjald verðtryggðra lán fylgir einnig verðskrá á hverjum tíma en þó að hámarki 1%, en hægt að greiða upp án uppgreiðslugjalds við vaxtaendurskoðun 5 árum frá lántökudegi.

Spurt og svarað - Endurfjármögnun

Opna allt

Já, viðskiptavinum með verðtryggð húsnæðislán stendur til boða að endurfjármagna lánin sín með óverðtryggðum lánum. Uppgreiðslugjöld verðtryggðra lána fylgja verðskrá á hverjum tíma en eru þó að hámarki 1% af uppgreiðsluverðmæti lánsins.  Skilyrði fyrir endurfjármögnun eru að viðskiptavinir standist nýtt greiðslumat og fái raunhæft verðmat á eignina. Ef núverandi lán er hærra en 80% af markaðsverðmæti getur viðskiptavinur engu að síður óskað eftir endurfjármögnun enda sé einöngu um að ræða útistandandi lán hjá Íslandsbanka. Þá eru útbúin þrjú ný lán sem skiptast eftir veðsetningarhlutfalli og eru á mismunandi kjörum. Það er húsnæðislán upp að 70% af fasteignamati ríkisins, viðbótarlán frá 70% af fasteignamati upp að 80% af markaðsverðmæti og svo þriðja lánið fyrir þeim lánshluta sem er umfram 80% af markaðsverðmæti.

Já gerð er krafa um að láninu sé skipt upp þannig að fyrsti hluti lánsins er upp að 70% af fasteignamati og annar hluti lánsins upp að 80% af verðmati eftir því sem við á enda eru það forsendur fyrir þeim vaxtakjörum sem ný lán bera. Ef útistandandi lán hjá Íslandsbanka er yfir 80% af markaðsverðmæti þarf að skoða umsókn sérstaklega hjá viðkomandi útibúi.

Já það er útbúið nýtt lán en það er ekki skilyrði að eldra lán sé greitt að fullu upp. Endurfjármögnun á hluta af því láni sem fyrir hvílir á eigninni er leyfð uppfylli lántaki skilyrði um veðsetningarhlutfall og greiðslugetu.

Já hægt er að færa sig úr breytilegum vöxtum yfir í fasta vexti með endurfjármögnun. Þar sem greiðslubyrði lánsins er að hækka við endurfjármögnunina er gerð krafa um greiðslumat.

Já það er hægt að endurfjármagna lán að hluta til svo lengi sem skilyrði um veðsetningarhlutfall og greiðslugetu eru uppfyllt.

Já, mikilvægt er að allir séu greiðslumetnir þar sem greiðslubyrði viðskiptavina er í mörgum tilfellum að aukast við endurfjármögnunina.

Já til grundvallar fyrir skiptingu lánsins þarf að liggja fyrir verðmat. Verðmat skal framkvæmt af löggiltum fasteignasala. Íslandsbanki áskilur sér rétt til að hafna verðmati og fara fram á nýtt verðmat frá öðrum fasteignasala, skal það þá gert á kostnað Íslandsbanka.
 • Lántökugjald við endurfjármögnun húsnæðislána hjá Íslandsbanka með öðru húsnæðisláni hjá Íslandsbanka er kr. 32.500
 • Þinglýsingarkostnaður: 2.000 kr. á lán samkvæmt verðskrá sýslumannsembættis
 • Útgáfa skuldabréfs: 4.900 kr. á lán samkvæmt verðskrá bankans hverju sinni
 •  Annar kostnaður sem fylgir lántökunni s.s. kostnaður við greiðslumat, veðbandayfirlit og lánayfirlit fylgir verðskrá bankans hverju sinni.
  • Hægt er að reikna út heildarlántökukostnað m.v. mismunandi lánsforsendur í reiknivélum.
  • Við útreikninginn sér viðskiptavinur hver hlutfallslegur kostnaður vegna lánsins er. 
  • Tilgangurinn með því að sýna hlutfall kostnaðar er að auðvelda viðskiptavinum að bera saman mismunandi lán. 
Já, ekki skiptir máli hvaða áhvílandi lán er verið að greiða upp við endurfjármögnun, svo fremi að Íslandsbanki sé að endurfjármögnun lokinni, með samfellda veðröð húsnæðislána frá 1. veðrétti og veðsetningarhlutfall sé innan við 80% af markaðsverðmæti íbúðarhúsnæðis.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall