Fréttir Greiningar

Reginn hyggur á stækkun

05.09.2013 10:52

Í dag var tilkynnt um kauptilboð Regins hf. í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf.   Gert er ráð fyrir að kaupverðið verði greitt með nýju hlutafé í Reginn hf. að nafnvirði 603 m.kr.  Heildarhlutafé í lok annars ársfjórðungs 2013 nam 1.300 m.kr. og yrði því hlutur hluthafa Eikar í sameinuðu félagi 31,7%.

Sameinað félag yrði gróft reiknað með leigutekjur upp á 5,1 ma.kr og rekstrarkostnað fjárfestingareigna upp á um 1 ma.kr.   Annar kostnaður er að öllum líkindum fjárhæð sem eignendur félaganna sjá fyrir sér að að verði lægri en nemur summu félaganna tveggja vegna samlegðaráhrifa.

Athygli vekur að forsendur tilboðsins eru að  nýleg kaup Eik fasteignafélagsins á ákveðnum fasteignum frá SMI verði undanskilin frá hinu keypta eignasafni.  Tilkynnt var um þessi kaup 23. ágúst sl. og var um að ræða kaup á um 62 þúsund fermetrum.   Er ekki hægt annað en að draga þá ályktun að annaðhvort telji Reginn vísbendingar um að kaupverðið eignanna hafi verið of hátt eða að eignirnar henti ekki inn í sameinað eignasafn.  

Í lok ársins 2012 nam eignasafn Eik fasteignarfélag um 110 þús. fm. en á sama tíma var stærð Regins tæplega 160 þús. fm.   Taka verður tillit til þess að síðan um áramót hefur í tilfelli Regins verið undirritaðir kaupsamningar eða verið  unnið að því að loka samningum á þremur félögum. Með þeim stefndir eignasafn Regins í um 190 þús. fm.

Það hefur verið „vandamál“ Regins hversu lítið það er og hlutfallslegur rekstrarkostnaður verið hærri en stjórnendur hafa sætt sig við.  Með kaupum á hlutafé Eikar, sem og betri nýtingu fasts kostnaðar mun stærð félagsins ná þeim viðmiðunum sem stjórnendur félagsins hafa sett fram, sem er um 300 þús. fm.   Hafa þarf í huga að hér er kauptilboð að ræða, sem gildir til 20 sept. kl 16:00 og samningum er ekki lokið fyrr en við undirskrift.   Hinsvegar er mjög líklegt  að tilboðið hafi ekki verið sett fram nema að búið sé að athuga jarðveginn ansi vel. Einnig hefur lengi verið í umræðunni að þessu viðskipti gætu verið hagkvæm fyrir báða aðila.   Einnig er ljóst að innan hlutahafahóps Eikar eru aðilar sem vilja losna úr sinni stöðu. Til dæmis var hlutafjárútgáfa tengt endurskipulagningu félagsins síðasta haust. Fyrir þessa aðila væri útgönguleiðin fundin ef af yrði.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall