Fréttir Greiningar

Ekkert lágflug á Icelandair

06.09.2013 12:00

nullUmsvif Icelandair á árinu 2014 eru samkvæmt áætlunum stjórnenda félagsins mun umfangsmeiri en þau voru árið 2013.   Á árinu 2014 er ráðgert að félagið hafi í sínum rekstri 21 þotu, en þær hafa verið 18 á þessu ári.  Félagið tilkynnti nýlega um þrjá nýja áfangastaði sem flogið verður á og er gert ráð fyrir að aukið framboð sætiskílómetra hjá félaginu í millilandaflugi verði 17,7% á milli áranna 2013 og 2014.  Samanstendur þessu hækkun af um 4,3% aukningar vegna þriggja nýrra áfangastaða og af um 7,2% aukningu í flugi til Evrópu og 6,2% aukningu í flugi til Norður Ameríku.

Félagið gerir ráð fyrir að flytja um 2,6 milljón farþegar á árinu 2014 og áfangastaðirnir verða allt 38 talsins það ár.   Þetta kom fram á fundi þann 4. september sem Icelandair Group hélt fyrir markaðsaðila þar sem farið var yfir starfsþætti félagsins og markaðsaðilum veitt innsýn í verkefni og umhverfi stjórnenda félagsins.

Félagið gefur reglulega frá sér upplýsingar um rekstrarlega afkomu og umfang rekstrar í hverjum mánuði.   Félagið flutti yfir 300 þúsund farþega í ágúst mánuði sl. og er það 11% aukning frá sama mánuði í fyrra.  Aukning í fjölda fluttra farþega frá áramótum borið saman við sama tímabil árið 2012 nemur 12%. Hótelnýting hefur aukist örlítið en 2% aukning varð í framboðnum hótelnóttum í ágúst miðað við sama mánuð árið 2012. 10% aukning var  í framboði vöruflutninga félagsins á fyrri helmingi árs frá sama tíma í fyrra, en aukning í seldri frakt varð 5%.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall