Fréttir Greiningar

Hagvísar: Kortavelta og atvinnuleysi

09.09.2013 11:30

Nokkrir mikilvægir hagvísar verða birtir í þessari viku. Mest eru þetta tölur fyrir ágústmánuð, og má hér nefna tölur Seðlabanka Íslands um greiðslukortaveltu og tölur Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi.

Líkur á meiri vexti í einkaneyslu á seinni árshelmingi

nullÁ föstudag mun Seðlabankinn birta tölur um kortaveltu í ágústmánuði, en þær tölur gefa góða mynd af þróun einkaneyslu. Samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands birti nýverið var afar hægur vöxtur í einkaneyslu á fyrri hluta árs, eða sem nemur rétt um 1,2%. Á sama tímabili jókst kortavelta einstaklinga um 0,2%, sem mátti einkum rekja til 4,1% vaxtar í kortaveltu einstaklinga erlendis enda dróst kortavelta einstaklinga innanlands saman um 0,2% á tímabilinu.

Nokkur vöxtur var í kortaveltu einstaklinga innanlands í júlí sl., eða sem nemur um 2,5% að raunvirði á milli ára. Líkt og að undanförnu var mun meiri vöxtur í kortaveltu Íslendinga erlendis í mánuðinum, eða upp á 5,0% að raunvirði á milli ára. Við teljum góðar líkur á að talsverður vöxtur verði í kortaveltu einstaklinga í ágústmánuði, og í raun teljum við líklegt að þróunin verði öllu jákvæðari á seinni árshelmingi en á þeim fyrri, ekki síst vegna grunnáhrifa, en bakslag varð í kortaveltunni á seinni helmingi síðasta árs.

Aldrei meiri tekjur af erlendum ferðamönnum

nullKortaveltutölur Seðlabankans gefa einnig vísbendingu um þróun þjónustujafnaðar, sem er einn lykildrifkraftur vaxtar í íslensku efnahagslífi um þessar mundir. Í júlí sl. nam heildarúttekt erlendra greiðslukorta hérlendis 15,0 mö.kr., sem var aukning upp á 14,5% í krónum talið á milli ára. Á sama tíma nam kortavelta Íslendinga erlendis tæpum 6,5 mö.kr., og var kortaveltujöfnuður, þ.e. mismunur á kortaveltu útlendinga hér á landi og Íslendinga í útlöndum, þar með jákvæður um 8,5 m.kr. í júlí. Er hér að ræða um mesta afgang af kortaveltujöfnuði sem verið hefur í einum mánuði frá upphafi, og hefur hreint gjaldeyrisinnflæði vegna ferðamanna þar með líklega verið í sögulegu hámarki í mánuðinum.

Verður fróðlegt að sjá hvernig kortaveltan kemur út í ágúst. Út fá tölum Ferðamálastofu er ekki við öðru að búast en að sagan muni endurtaka sig í mánuðinum, þ.e. að kortaveltujöfnuður verði mun hagstæðari en hann hefur áður verið í ágústmánuði. Eins og fjallað er um hér að ofan hafa aldrei áður verið fleiri erlendir ferðamenn hér á landi í einum mánuði en í ágúst sl., en þeir voru alls 132 þúsund talsins og fjölgaði um rúm 14% á milli ára. Á sama tíma átti sér stað lítilsháttar samdráttur í utanlandsferðum Íslendinga, eða rétt um 1%.

Skráð atvinnuleysi 3,9% - 4,2% í ágúst

nullUm hádegisbilið á föstudag mun Vinnumálastofnun birta tölur um skráð atvinnuleysi ásamt öðrum upplýsingum um stöðuna á vinnumarkaði í ágúst sl. Í júlí sl. mældist skráð atvinnuleysi 3,9%, og var þar með óbreytt frá fyrri mánuði. Hefur skráð atvinnuleysi ekki mælst minna í einum mánuði síðan fyrir hrun.

Oftast verður lítil breyting á skráðu atvinnuleysi á milli júlí og ágúst. Á milli þessara mánaða í fyrra jókst það lítillega, eða úr 4,7% í 4,8%. Fyrir um mánuði síðan reiknaði Vinnumálastofnun með því að þróunin á milli þessara mánaða í ár yrði með líkum hætti og hún var í fyrra, og að skráð atvinnuleysi í ágúst yrði á bilinu 3,9%-4,2%.

Dags.

Efni

Heimild

9.sep.13

Alþjóðlegur verðsamanburður 2012

Hagstofa Íslands

9.sep.13

Erlend staða Seðlabankans í lok ágúst 2013

Seðlabanki Íslands

9.sep.13

Markaðsupplýsingar fyrir ágúst 2013

Lánamál ríkisins

10.sep.13

Efnahagslegar skammtímatölur í september 2013

Hagstofa Íslands

10.sep.13

Fjármál hins opinbera á 2. ársfjórðungi 2013

Hagstofa Íslands

10.sep.13

Fjármál hins opinbera 2012 - endurskoðun

Hagstofa Íslands

10.sep.13

Fjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði í ágúst 2013

Þjóðskrá Íslands

12.sep.13

Gjaldeyrisforði og tengdir liðir í lok ágúst 2013

Seðlabanki Íslands

12.sep.13

Útboð ríkisvíxla

Lánamál ríkisins

13.sep.13

Vísitala launakostnaðar á 2. ársfjórðungi 2013

Hagstofa Íslands

13.sep.13

Fjármál ríkissjóðs á greiðslugrunni, stöðutölur í júlí 2013

Hagstofa Íslands

13.sep.13

Peningalegar eignir og skuldir ríkissjóðs, stöðutölur í júlí 2013

Hagstofa Íslands

13.sep.13

Skráð atvinnuleysi í ágúst 2013

Vinnumálastofnun

13.sep.13

Greiðslumiðlun í ágúst 2013

Seðlabanki Íslands

13.sep.13

Smásöluvísitalan í ágúst 2013

Rannsóknarsetur Verslunarinnar

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall