Fréttir Greiningar

Ríkisbréfaútgáfa á lokametrunum eftir útboð

09.09.2013 11:38

nullÚtboð Lánamála ríkisins á lengsta ríkisbréfaflokknum, RIKB31, síðastliðinn föstudag gekk ágætlega, og er útgáfa ríkisbréfa fyrir árið nú á lokametrunum miðað við útgáfuáætlun. Alls námu tilboð í flokkinn rúmum 4,3 mö.kr. en ákveðið var að taka tilboðum fyrir 3,7 ma.kr. að nafnverði á 6,77% ávöxtunarkröfu. Krafan hækkaði um 14 punkta frá síðasta útboði flokksins hálfum mánuði fyrr, og endurspeglar það kröfuþróun á markaði á tímabilinu.

nullAlls hafa verið gefin út RIKB31-bréf fyrir 13,4 ma.kr. að nafnverði á 3. ársfjórðungi og er flokkurinn nú 63,3 ma.kr. að stærð, að verðbréfalánum frátöldum. Lífeyrissjóðir eiga bróðurpart flokksins, enda hentar langur líftími hans fjárfestingarstefnu þeirra allvel. Útgáfa ríkisbréfa á 3. ársfjórðungi nemur 22,0 mö.kr. að söluvirði, þar af 21,4 ma.kr. óverðtryggðra bréfa í almennum útboðum og 601 m.kr. verðtryggðra bréfa í gjaldeyrisútboði í síðustu viku. Alls er áformað að selja að hámarki bréf fyrir 29 ma.kr. að söluvirði á ársfjórðungnum og því er í mesta lagi 7 ma.kr. útgáfa framundan í því eina útboði sem áætlað er til mánaðamóta.

Líkur á endurskoðun áætlunar

Ríkisbréfaútgáfa ársins er nú á síðustu metrunum ef marka má útgáfuáætlun Lánamála. Alls hafa verið gefin út ríkisbréf fyrir rúmlega 83 ma.kr. að söluvirði það sem af er ári, en í ársbyrjun var útgáfa ársins áætluð 90 ma.kr. Við teljum þó líklegt að áætluð útgáfa ársins verði endurskoðuð til hækkunar um næstu mánaðamót, og horfum þar bæði til þess að staða ríkisvíxla er talsvert lægri en áætlun fyrir árslok gerði ráð fyrir og þess að horfur um ríkisfjármál næsta kastið hafa versnað.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall