Fréttir Greiningar

Sjóvá á markað 2014

16.09.2013 12:03

null
Stefnt er að því að hlutabréf í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. verði tekin til viðskipta í Kauphöllinni árið 2014 og verður félagið þar með þriðja tryggingafélagið í Kauphöllinni. Sjóvá hafði næst stærstu markaðshlutdeild íslenskra tryggingafélaga á árinu 2012, 26,3% og námu iðgjaldatekjur félagsins 11,5 mö.kr., eignir félagsins námu aftur 40,3 mö.kr. Hluthafar félagsins í dag eru SF1 slhf., fagfjárfestasjóður á vegum Stefnis hf., SAT  Eignarhaldsfélag hf. sem er í eigu Glitnis banka hf. og Íslandsbanki hf. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka mun hafa umsjón með útboðinu en markmið þess er að tryggja almenna og góða dreifingu á eignarhaldi félagsins. 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall