Fréttir Greiningar

Ríkisbréfaútgáfa ársins í höfn

23.09.2013 11:33

nullÚtgáfa ríkisbréfa það sem af er ári er nú nánast orðin jafnmikil og áætlað er að gefa út á árinu í heild, eftir myndarlegt ríkisbréfaútboð síðastliðinn föstudag. Líklegt er þó að ríkisbréfaútgáfa ársins verði meiri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir, og að nýr ríkisbréfaflokkur verði kynntur til sögunnar á síðasta fjórðungi ársins.

Mikil spurn eftir RIKB22 bréfum

 nullMikil þátttaka var í ríkisbréfaútboði Lánamála á föstudag þar sem óverðtryggði ríkisbréfaflokkurinn RIKB22 stóð fjárfestum til boða. Alls bárust 35 tilboð í flokkinn að fjárhæð 10,2 ma.kr. að nafnverði. Var tilboðum tekið fyrir 6,4 ma.kr. á 6,53% ávöxtunarkröfu. Útgáfa ríkisbréfa á 3. fjórðungi nemur nú 28,2 mö.kr. í almennum útboðum auk u.þ.b. 600 m.kr. útgáfu í tengslum við gjaldeyrisútboð, samtals u.þ.b. 28,8 mö.kr. að söluverði. Þar af hafa verið gefin út RIKB22-bréf fyrir 11,1 ma.kr. að söluverði.

Eftir útboðið á föstudag hafa verið gefin út ríkisbréf fyrir 83,2 ma.kr. að söluverði í almennum útboðum það sem af er ári, en útgáfa í tengslum við gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands nemur 6,7 mö.kr. að söluverði. Hafa því verið gefin út ríkisbréf fyrir alls 89,9 ma.kr., og er 90 ma.kr. áætluð ríkisbréfaútgáfa á árinu í heild þar með í höfn þegar ríflega 3 mánuðir eru til áramóta. Samkvæmt útgáfudagatali Lánamála eru 6 ríkisbréfaútboð fyrirhuguð á síðasta ársfjórðungi, og þar að auki eru tvö gjaldeyrisútboð á dagskrá.

Aukin útgáfa og nýr flokkur?

Eins og við fjölluðum nýlega um í Morgunkorninu eigum við von á að útgáfuáætlun ársins verði endurskoðuð í septemberlok til meiri útgáfu ríkisbréfa, en á móti verði þau 40 ma.kr. mörk sem áætlað er að útistandandi víxlar verði um næstu áramót lækkuð. Teljum við líklegt að aukning ríkisbréfaútgáfu geti numið 10-20 mö.kr., og að útgáfa á 4. ársfjórðungi verði í takti við það. Jafnframt teljum við góðar líkur á að Lánamál hefji útgáfu á nýjum flokki ríkisbréfa fyrir áramót.

Í ársáætlun Lánamála kom fram að fyrirhugað var að hleypa af stokkunum nýjum flokki ríkisbréfa með gjalddaga árið 2020 á árinu, sem á næstu árum yrði byggður upp sem 5 ára markflokkur og síðar sem 2ja ára markflokkur. Sá flokkur hefur hins vegar ekki enn litið dagsins ljós, en gæti skotið upp kollinum á síðasta fjórðungi ársins. Myndarleg niðurstaða í útboðinu á föstudag styrkir okkur í þessari skoðun, enda RIKB22-flokkurinn þar með orðinn 58,1 ma.kr. að stærð m.v. nafnverð. Því er líklegt að Lánamál vilji hvíla útgáfu hans í bili þar sem hann á eftir að þjóna hlutverki 5 ára flokks og 2 ára flokks í útgáfu ríkisbréfa á komandi árum.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall