Fréttir Greiningar

Útboðstvenna hjá Lánasjóði sveitarfélaga

23.09.2013 11:25

nullLánasjóður sveitarfélaga (LS) heldur mánaðarlegt skuldabréfaútboð sitt á morgun, þriðjudaginn 24. september. Í boði verða LSS24 og LSS34-flokkarnir. Að vanda er miðað við að selja samtals 500 m.kr. að nafnvirði í flokkunum tveimur, þótt LS áskilji sér fullt svigrúm hvað varðar útgefið magn. LSS24-flokkurinn er nú 30,5 ma.kr. að nafnvirði að stærð en LSS34-flokkurinn 11,6 ma.kr.

Ágætur gangur í útgáfu LS

nullLS er langt kominn með útgáfuáætlun ársins, en eftir 7 útboð sjóðsins á árinu er útgáfan komin upp í 6,8 ma.kr. Endurskoðuð útgáfuætlun hljóðar upp á 8-10 ma.kr. og er útgáfan það sem af er árinu þar með komin upp í 68% af því sem efri mörk útgáfuætlunar hljóða upp á. Á því LS aðeins eftir um 1,2-3,2 ma.kr. útgáfu það sem eftir er árs í samtals fjórum útboðum, að útboðinu á morgun meðtöldu.

Í síðasta útboði sjóðsins seldi sjóðurinn bréf fyrir 879 m.kr. í LSS34, að meðtalinni viðbótarútgáfu til aðalmiðlara, á 2,69% kröfu. Var um lægstu niðurstöðukröfu að ræða á flokknum frá upphafi. Sjóðurinn hafnaði öllum tilboðum í LSS24. Frá útboðinu í ágúst hefur krafa LSS24 á markaði lækkað um 25 punkta og krafa LSS34 um 15 punkta. Álagið á samsvarandi HFF-bréf er 40 punktar fyrir LSS24-bréfin og 25 punktar fyrir LSS34-bréfin.

Framboð sambærilegra bréfa lítið

Lítið framboð er af verðtryggðum bréfum opinberra aðila um þessar mundir. Íbúðalánasjóður mun varla vera með framboð af verðtryggðum íbúðabréfum þetta árið, og verðtryggð ríkisbréfaútgáfa verður væntanlega áfram bundin við gjaldeyrisútboð. Eru það því helst stærstu sveitarfélögin sem eru með framboð af verðtryggðum bréfum opinberra aðila, en þar er heldur ekki útlit fyrir mikla útgáfu það sem eftir lifir árs. Má hér nefna Reykjavíkurborg sem á eftir um 1,3 ma.kr. útgáfu að söluverði til ársloka í þremur útboðum.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall