Fréttir Greiningar

Ágætis velta á hlutabréfamarkaði í september

01.10.2013 11:23

nullÁgætis velta var á hlutabréfamarkaði í september en hún nam 19,4 mö.kr. Meðal mánaðarvelta ársins er nú 21,2 ma.kr. þar telur þó vel inn í hækkaða meðalveltu á mánuði sú mikla velta sem var á mörkuðum í kringum útboð  og skráningu tryggingafélaganna. Mest var hún í maí mánuði þegar hún nam 38,3 mö.kr. Þá var líka töluverð velta í janúar mánuði.

nullIcelandair, þriðja stærsta félagið á markaði, hafði um 42% veltuhlutdeild í septembermánuði. Stærstu félögin á markaði höfðu veltu vel undir hlutfallslegu markaðsvirði. Marel var með 22,6% af markaðsvirði íslensku félaganna á aðallista í lok mánaðarins en hafði aðeins 7% veltuhlutdeild. Össur hafði aftur 20,2% af markaðsvirði en aðeins 2% veltuhlutdeild. Velta með Össur hefur verið lítil á árinu eins og sést á teikningu af veltuþróun ársins hér að ofan. Tryggingafélögin voru aftur með veltuhlutdeild í september, vel umfram hlutfallslegt markaðsvirði líkt og verið hefur síðustu mánuði. VÍS hefur um 6,3% markaðsvirðis íslensku félaganna en 13% veltu en TM hefur 5,5% markaðsvirðis íslensku félaganna en 13% veltu.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,6% en vísitala greiningar K-90% um 0,8%

nullÚrvalsvísitalan lækkað um 1,6% í septembermánuði en vísitala greiningar, sem gengur undir heitinu K-90%, lækkaði um 0,8%. Það eru fyrst og fremst lækkanir tveggja stórra félaga sem draga meðaltalið niður, annars vegar lækkaði Eimskip um 6,9% og hins vegar Marel um 4,8%. Í mánuðinum hækkaði Össur mest eða um 9,8% en Icelandair fylgdi á hæla Össurar með 6,4% hækkun. Reginn hækkaði einnig ágætlega eða um 3,1% en Reginn gerði eins og þekkt er kauptilboð í Eik í mánuðinum en eigendur Eik þekktust ekki boðið. Verðbreytingar annarra félaga voru litlar.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall