Fréttir Greiningar

Lítið um hagvísa í vikunni

07.10.2013 10:26

Í vikunni er fremur lítið birt af áhugaverðum hagvísum. Verður þetta því fremur tíðindalítil vika hvað það varðar. Þó má nefna hér að Seðlabanki Íslands mun birta rit sitt Fjármálastöðugleika á morgun, en þar kennir ýmissa grasa þar sem birt er yfirlit yfir stöðu fjármálakerfisins og farið yfir styrk þess og helstu veikleika, og þá áhættu sem fjármálakerfinu kann að vera búin hverju sinni.

Þróun í rétta átt en umtalsverð áhætta enn til staðar

nullRit Seðlabankans um fjármálastöðugleika er gefið út tvisvar á ári, og er þetta því í annað sinn sem bankinn gefur út slíkt rit þetta árið. Í síðasta riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2013/1, sem birt var í lok apríl síðastliðins, kom m.a. fram að dregið hefði úr áhættu varðandi fjármálastöðugleika á marga mikilvæga mælikvarða síðasta árið. Efnahagsbatanum hefði miðað áfram, viðsnámsþróttur fjármálakerfisins hefði eflst og ytri staða þjóðarbúsins batnað. Þó kom fram að þessi jákvæða þróun gæfi ekki tilefni til að slakað yrði á árvekni gagnvart þeirri umtalsverðu áhættu sem væri enn til staðar í fjármálakerfinu. Kom þar einkum þrennt til:

Var fyrsta ástæðan að staða heimilanna og fyrirtækja væri enn að sumu leyti viðkvæm þar sem skuldsetning þeirra væri enn mikil í sögulegu og alþjóðlegu tilliti. Önnur ástæðan var sú að varhugavert væri að ofmeta viðnámsþrótt fjármálastofnana, en virðisbreytingar á útlánum hafa verið veigamikill þáttur í rekstrarafkomu nýju bankanna og væri undirliggjandi afkoma því lakari. Þriðja og veigamesta áhættan fyrir nauðsyn á áframhaldandi aðgæslu væri áhætta vegna samspils uppgjöra búa gömlu bankanna, þungrar greiðslubyrði á erlendum skuldum á næstu árum og losunar fjármagnshafta. Nánar um þetta má sjá í umfjöllun okkar í byrjun maí síðastliðnum, en áhugavert verður að sjá í riti bankans hvernig staða fjármálakerfsins er metin nú.

 

Dags.

Efni

Heimild

7.okt.13

Efnahagur Seðlabankans í lok september 2013

Seðlabanki Íslands

8.okt.13

Útgáfa ritsins Fjármálastöðugleiki

Seðlabanki Íslands

8.okt.13

Fjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsn. í september 2013

Þjóðskrá Íslands

8.okt.13

Erlend staða Seðlabankans í lok september 2013

Seðlabanki Íslands

9.okt.13

Efnhagslegar skammtímatölur í október 2013

Hagstofa Íslands

9.okt.13

Markaðsupplýsingar fyrir september 2013

Lánamál ríkisins

9.okt.13

Útboð hjá Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg

11.okt.13

Útboð ríkisvíxla

Lánamál ríkisins

11.okt.13

Gjaldeyrisforði og tengdir liðir í lok september 2013

Seðlabanki Íslands

  
 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall