Fréttir Greiningar

Ríkisvíxlaútboð á föstudag

09.10.2013 10:21

nullÁ föstudag kl. 11:00 fer fram víxlaútboð hjá Lánamálum ríkisins. Í takti við áætlun verða tveir víxlar í boði, þ.e. annars vegar 3ja mánaða víxill með gjalddaga þann 15. janúar 2014 og hins vegar víxill til 6 mánaða með gjalddaga þann 15. apríl 2014. Fyrrnefndi flokkurinn var upphaflega gefinn út í júlí sl. og er hann 1.570 m.kr. að stærð. Að vanda ræður lægsta samþykkta verð, og þar með hæsta ávöxtunarkrafa, í hvorum flokki söluverðinu.

Í nýlegri útgáfuáætlun Lánamála fyrir yfirstandandi ársfjórðung kom fram að útgáfa ríkisbréfa yrði aukin um allt að 20 ma.kr. til þess að mæta hugsanlega minni útgáfu ríkisvíxla. Í lok september síðastliðins var fjárhæð útistandandi ríkisvíxla rétt um 18,3 ma.kr., sem er langt undir þeim 40 mö.kr. sem Lánamál áætluðu í upphafi árs að hafa stöðuna um næstu áramót. Jafnframt kom fram að nýr flokkur kynni að líta dagsins ljós á fjórðungnum, þ.e. RIKB20, en þó var tekið fram að útgáfa á honum væri háð því hvernig eftirspurn myndi reynast eftir ríkisvíxlum á tímabilinu. Í ljósi þess verður áhugavert að sjá hvernig útkoman verður í ríkisvíxlaútboðinu á föstudag, en á gjalddaga í október eru víxlar fyrir 3.970 m.kr.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall