Fréttir Greiningar

Lánamál hætta við útboð

17.10.2013 10:45

nullLánamál ríkisins sendu frá sér tilkynningu í fyrradag um að ákveðið hefði verið að fella niður fyrirhugað ríkisbréfaútboð sem átti að fara fram á morgun. Þetta er í annað sinn í röð sem Lánamál hætta við fyrirhugað útboð, en í sjötta sinn á árinu. Þessi tilkynning kom okkur síður en svo á óvart í ljósi niðurstöðu ríkisvíxlaútboðsins síðastliðinn föstudag, sem við fjölluðum um í Morgunkorni okkar á mánudag.

Niðurstaða víxlaútboðsins kom okkur aftur á móti verulega á óvart, þ.e. sú mikla eftirspurn sem reyndist vera eftir ríkisvíxlum enda hefur hún verið afar rýr undanfarna mánuði. Hækkaði fjárhæð útstandandi víxla um 9,6 ma.kr. eftir útboðið, og er hún nú 27,9 ma.kr. Er staðan því 12,1 mö.kr. undir því sem Lánamál stefna að hafa hana um næstu áramót. Ekki er ólíklegt að eftirspurn í þeim tveimur víxlaútboðum sem eftir eru á árinu verði talsvert umfram þá 10,6 ma.kr. sem er á gjalddaga það sem eftir árs og bilið gæti þannig minnkað enn frekar. Miðað við þetta má eins reikna með að Lánamál felli niður fyrra útboð nóvembermánaðar og meti stöðuna í kjölfar víxlaútboðsins í þeim mánuði.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall