Fréttir Greiningar

Hver á Eimskip?

18.10.2013 11:29

nullMarkaðsvirði hlutafjár í Eimskip er tæplega 44,8 ma.kr. Hér til hliðar er yfirlit um 12 stærstu eigendur hlutafjár í félaginu ásamt virði eignarhluta þeirra. Samtals eiga 12 stærstu hluthafarnir um 73% af heildarhlutafé félagsins og 20 stærstu hluthafarnir eiga um 82% í félaginu.

Þegar útboð félagsins fór fram á haustmánuðum 2012 þá voru seljendur félagsins Landsbanki Íslands hf., ALMC hf, og Samson eignarhaldsfélag.  Þá voru seld 28% í félaginu. Landsbanki Íslands var langstærsti eigandinn þá og nam eignarhlutur hans 30,3%. Yucaipa American Allianace átti og á enn, 15,3%, Yucaipa American Alliance (Parallel) á aftur 10% hlut og eiga þessir skildu félög því 25,3%.  Lífeyrissjóður verzlunarmanna átti þá og á enn 14,6%

 

Stærstu hluthafar í dag og frá skráningu

nullMarkaðsvirði hlutafjáreignar 12 stærstu eigenda Eimskip, miðað við eignarhlut 17. október sl. er sýndur í töflu hér til hliðar. Ef hópurinn er skoðaður má sjá að í honum eru aðilar sem jafnframt voru hluthafar í félaginu þann 22. nóvember 2012, þegar félagið fór á markað. Eins og sjá má er breyting í  eignarhaldinu hjá þessum aðilum frekar lítil. Markaðsverðmæti eignarhlutar hluthafanna 17. okt. 2013 sem og 22. nóv. 2012 er hér sýndur í milljónum króna.

Hið sérstaka félag A1988 hf.

Skilgreining á útistandandi hlutafé hjá Eimskip hefur verið mismunandi meðal markaðsaðila en ágreiningurinn snýst um hvort telja skal eignarhlut A1988 hf. sem eigin bréf eða ekki. Má finna þessu stað í skýringu 16 í ársuppgjöri félagsins fyrir árið 2012. Þar er útgefið hlutafé réttilega skráð 200 milljón hlutir og frá dragast eigin bréf upp á 5.919 þúsund bréf. Samtals nemur þetta útistandandi hlutafé að nafnvirði 194.081 þúsund hlutum. Einn af hluthöfum félagsins er er A1988 hf. (gamla Hf. Eimskipafélag Íslands). Samtals nemur nafnvirði hlutafjár þess félag í Eimskip 8,4 milljónum hluta, eða 4,2% hlut.

Tilurð þessa eignarhluta er að þegar nauðsamningar Hf. Eimskipafélags Íslands fóru fram, þá var 4,2% hlut í Eimskip haldið fyrir utan úthlutun til kröfuhafa líkt og greint er frá í skýringu 15 í ársreikningi Eimskip 2012 sem og kafla 7,5 í samantekt skráningarlýsingarlýsingar Eimskip og kafla 1.5.8 (bls. 27) í skráningarlýsingunni sjálfri. Þessi bréf eru hugsuð sem framlag nýja félagsins til óframkominna krafna. Sá hluti bréfanna sem sem ekki verður nýttur á móti þessum óframkomnu kröfum skal fara aftur til félagsins og verða þá ígildi eigin bréfa sem með réttu skal þá dragast frá útistandandi hlutafé. 

Það er ljóst að þessi staða er æði sérstök og gæti tekið smá tíma að skýrast að fullu og vísast þar hugsanlega til laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Í ársreikningi Eimskipa 2012 kemur fram að óverulega fjárhagsleg áhrif hafi nú komið fram sem reyna á þetta ákvæði nauðasamningsins.

Gengi Eimskipa hefur lækkað síðustu mánuði

Hluthafar Eimskipa hafa ekki notið þess frá upphafi að gengi þess á markaði hafi hækkað í takt við vísitölu okkar. Félagið var skráð í lok nóvember 2012 sl. og var lokagengi fyrsta viðskiptadagsins 218,5  kr. á hlut. Gengið í lok viðskipta í gær var 226,0 kr. á hlut.

Ansi mikil sveifla hefur verið á gengi félagsins. Fram á vormánuði ársins 2013 hélt félagið vel í við vísitölu okkar, K-90%. Frá miðjum ágúst mánuði hefur gengi félagsins hinsvegar fallið ansi skart og lækkun frá 18. ágúst 2013 til dagsins í dag er um 13%.

 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall