Fréttir Greiningar

Hið prýðilegasta uppgjör hjá Össur hf.

24.10.2013 08:25

nullÖssur birti í gær uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung 2013. Uppgjörið er hið prýðilegasta og sýnir það bættan rekstur er kemur að EBITDA hagnaði í hlutfalli af tekjum ásamt því að af þeirri stærð leiðir mun betri niðurstaða hagnaðar eftir skatta.

Hér til hliðar höfum við tekið sama fjárhæðir til samanburðar við sama fjórðung fyrri tímabila.  Einnig er sýndur samanburður síðustu þriggja ára á 9 mánaða rekstrartölur. Við höfum leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði upp á 4,5 m.USD á öðrum ársfjórðungi 2013. Var það um að ræða kostnað sem tengist innri rekstrarhagræðingu.

Tekjur félagsins jukust um 5% á 3F miðað við sama fjórðung 2012. Tekjur jukust um  5% í staðbundinni mynt, þar af 3% vegna innri vaxtar í staðbundinni mynt. Þessi vöxtur er þá án hreyfinga staðbundinna mynta gagnvart starfsrækslumyntinni, sem sveiflast  hefur til beggja átta með töluverðum áhrifum síðustu fjórðunga. Milli fjórðunganna jukust tekjur um 6% í starfsrækslumyntinni.

Heildartekjuvöxturinn skýrist af tveimur minniháttar yfirtökum sem framkvæmdar voru innan samstæðunnar á 3F 2013. Langstærstu markaðir félagins félagsins eru N- og S-Ameríka (52% af tekjum) og EMEA  svæðinu (43%). Lungann af söluaukningunni mældri í starfsrækslumyntinni átti sér stað í EMEA svæðinu eða 15%. Nær engin aukning varð í N- og S-Ameríku.

Það er ljóst að mikill árangur hefur náðst í framkvæmd aðhaldsaðgerða félagsins. Þessar aðhaldsaðgerðir eru grunnur af þeim einskiptiskostnaði sem við höfum leiðrétt í yfirlitinu um 4,5 m.USD.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall