Fréttir Greiningar

Tekjur Marel lækka um 8% milli 9M 2013 og 2012

24.10.2013 10:11

null

Marel birti eftir lokun markaða í gær, uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung 2013. Uppgjörið er vonbrigði jafnvel þótt ljóst væri að markaðsaðilar höfðu fyrirfram litlar væntingar til þess.

Mikilvægasta stærðin í rekstri Marel er EBIT hagnaður. Þessi rekstrarstærð er mikilvægasta stærðin er kemur að verðmati á félagi líkt og Marel. Hlutfall EBIT af tekjum nemur 7,2% fyrir 9M 2013 og hefur verið að lækka síðustu árin. EBIT í hlutfalli af tekjum á 3F 2013 nam 8,2%, samanborið við 8,6% á sama fjórðungi 2012.

EBIT lækkar um 25% á fyrstu 9M 2013 en 2012

nullVið höfum hér til hliðar tekið saman í töflu fjárhæðir fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2013 og borið saman við sama tímabil 2012.   Má ljóst vera af skoðun þessara yfirlita að verulega hefur gefið á rekstur félagsins. EBIT hagnaður félagsins fyrstu 9 mánuði ársins 2013 nemur 35 m.EUR en var 47 m.EUR yfir sama tímabili í fyrra og hefur því dregist saman um 25%. 

Pantanabókin

nullVið höfum hér til hliðar tekið saman þróun lokastöðu sem og nýliðunar í pantanabók félagsins. Í tilkynningu frá félaginu varðandi þennan lið er dregin fram sú staðreynd að miðað við síðasta fjórðung (2F 2013) þá hefur staða pantanabókarinnar batnað um 5%. Það er okkar mat að ekki sé einungis nóg að horfa til þessa samanburðar, þar sem horfa verður einnig til stöðu pantanabókarinnar á sama tímabili í fyrra. Sé það gert þá má sjá um 9% samdrátt.
Það er því mat okkar að nýliðun og lokastaða pantanabókarinnar haldi áfram að vera mikil ógnun við félagið.

 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall