Fréttir Greiningar

Íbúðaverð að hækka

25.10.2013 11:20

nullMarkaðsverð íbúðarhúsnæðis hækkaði um 0,1% á milli september og október í ár samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Er það í takti við okkar spá. Í október í fyrra lækkaði það um 0,7% frá fyrri mánuði, og fer tólf mánaða hækkunartakturinn þar með úr 6,0% í 6,9% á milli mánaða. Síðustu tólf mánuði hefur verð íbúðarhúsnæðis hækkað um 3,6% að raunvirði. Hefur nafnverðshækkun húsnæðis yfir tólf mánaða tímabil ekki verið hraðari síðan í júní 2012 og raunverðhækkunin ekki verið hraðari síðan í upphafi árs 2012.

Veltan að aukast

Samhliða þessu hefur velta með íbúðarhúsnæði verið að aukast, en hún var 35% meiri á höfuðborgarsvæðinu í september síðastliðnum en í sama mánuði en í fyrra. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á svæðinu jukust um 24% á tímabilinu. Á landsbyggðinni (Akureyri, Árborg, Akranes og Reykjanesbær) nam veltuaukningin á tímabilinu um 31% og fjölgun þinglýstra kaupsamninga rúm 36%.

Verðbólgan étur upp mest af nafnverðhækkuninni

Hefur nafnverð íbúðarhúsnæðis hækkað um 22,5% frá því að það fór hvað lægst eftir hrun í mars 2010. Verðbólgan hefur á tímabilinu verið talsverð og étið upp stærstan hluta af þessari nafnverðshækkun. Þannig hefur raunverð íbúðarhúnsæðis hækkað um 6,8% frá mars 2010. 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall