Fréttir Greiningar

Spáum 21% hækkun á vísitölunni K-90 árið 2014

29.10.2013 11:10

Greining Íslandsbanka reiknar út sína eigin hlutabréfavísitölu og hefur gert síðan á vormánuðum 2013. Nafn vísitölunnar er K-90%. Hækkun hennar frá ársbyrjun til loka september 2013 nam 20,4% sem er vel umfram um 7,5% hækkun Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar (OMXI6). Ástæða þess að við ákváðum að ráðast í smíði okkar eigin hlutabréfavísitölu er að við töldum Úrvalsvísitöluna ekki endurspegla nægilega vel þróun hlutabréfamarkaðarins hér á landi. Megin tilgangurinn var því sá að bregða máli á og endurspegla þróun innlends hlutabréfamarkaðar með skýrari hætti en OMXI6 gerir.

Hækkun ársins 2013 orðin 23%

 Gengi K-90 vísitölunnar var 150,5 stig í lok september sl. og var 155 stig í lok viðskipta föstudaginn 25 október sl. Það er okkar mat að samsetning hennar muni ekki breytast hvað varðar samsetningu félaga innan hennar fram að næstu áramótum. Hlutfall þeirra innan sjálfrar vísitölunnar mun eitthvað breytast, en markaðsvirði þeirra á hverjum tíma ræður því.
Það er okkar mat að vísitalan muni skila 28,1% ávöxtun á árinu 2013 bæði út frá nafnverðsbreytingu hlutabréfaverðs sem og áhrifum arðgreiðslna. Lokagengi vísitölunnar í árslok 2013 mun samkvæmt spá okkar nema 160 stigum. Vísitalan er skilgreint sem 100 stig 1. janúar 2012.

Spáum 21% hækkun árið 2014

Það er jafnframt mat okkar að lokagengi vísitölunnar í árslok 2014 verði 193 stig. Byggir það á væntu minna framboði af skuldabréfum sem og mikilli fjárfestingarþörf lífeyrissjóða landsins sem einungis mun geta fundið sér stað á innlendum verðbréfamarkaði. Nýliðunin á hlutabréfamarkaði  samkvæmt spá okkar mun þó uppfylla hluta af endurfjárfestingaþörf sjóðanna. Ofangreint spáð lokagengi vísitölunnar merkir að við spáum 21% hækkun vísitölunnar yfir árið 2014.

 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall