Fréttir Greiningar

Mjög gott uppgjör hjá Icelandair

31.10.2013 11:27

nullIcelandair birti eftir lokun í gær uppgjör sitt fyrir 3F 2013.  Miðað við sama ársfjórðung 2012 er uppgjörið að sýna verulega aukningu í rekstrarhagnaði sem og hagnaði eftir skatta.Helsta rekstrarstærðin, EBITDA-R, jókst um 23% frá sama fjórðungi í fyrra og samtals hefur EBITDA-R rekstrarhagnaður félasins fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2013, borið saman við sama tímabil 2012, aukist um 18%.   Sú aukning er í takti við flutningstölur (e. traffic-data) sem félagið gefur út mánaðarlega. EBITDA-R jókst um 31% frá 3F 2012.

Aukið umfang þarf ekki að leiða til aukins hagnaðar

Farþegafjöldi í millilandaflugi jókst um 10% á milli 3F 2013 og sama fjórðungs í fyrra.  Framboð í sætis-kílómetrum jókst hins vegar um 12%.  Þótt eitthvað hafi gefið eftir við þessa framboðsaukningu, er nauðsynlegt að horfa til þess að samsetning áfangastaða farþeganna í þessari aukning er lykilatriði.  Félagið hefur aukið framboð á lengri flugleiðum og slíkt togar mjög hratt upp sætis-kílómetrana eða hina svokölluðu ASK-mælingu.  Hafa þarf í huga að þeir farmiðar eru seldir dýrari en ef einfaldlega væri verið að fjölda tíðni þeirra flugleiða sem fyrir voru.Seldar hótelnætur í 3F jukust um 1% á móti auknu framboði upp á 3%.  Þar hefur nýtingarhlutfallið lækkað. Hér er þó einungis um samanburð milli tveggja fjórðunga að ræða.   

Vaxtaberandi skuldir í lok september sl. námu 128 m.USD en sjóður og ígildi laus fjár nam 218 m.USD á móti.   Er því nettó staða vaxtaberandi skulda neikvæðu um 89 m.USD, eða tæplega 11 ma.ISK.

Það er ljóst af lestri uppgjörsins og samanburði við fyrri tímabil að hér er um mjög gott uppgjör að ræða og ljóst að stækkun félagsins er varðar umfang í framboðinni þjónustu hefur ekki komið niður á arðsemi þess.  Þetta samspil er ekki gefið og hefur tekist vel til hjá félaginu að ná fram góðri nýtingu á heildareignum samhliða auknum umsvifum.

Næst EBITDA spá stjórnenda?

Í kynningu stjórnenda á uppgjöri annars ársfjórðungs 2013 sem haldin var 1. ágúst sl. kom fram spá stjórnenda um að EBIDTA hagnaður félagsins yrði á bilinu 140-145 m.USD í ár.  Hafði spáin þá verið hækkuð frá því sem kynnt var 2. maí sl. þegar uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2013 var kynnt.  Þá var það sýn stjórnenda að EBITDA hagnaður félagsins á árinu 2013 yrði á bilinu 122-127 m.USD.  

EBITDA hagnaður félagsins fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2013 nemur 136 m.USD.  EBITDA hagnaður 4F 2012 nam 6 m.USD.  Miðað við betri nýtingu fastafjármuna félagsins og hver EBITDA hagnaður var á 4F 2012 er nokkuð líklegt að spá stjórnenda um EBIDTA hagnað félagsins í ár nái fram að ganga.

 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall