Fréttir Greiningar

Breytt tíðni í útgáfu Morgunkorns

01.11.2013 09:13

nullSamhliða þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á innlendum fjármálamarkaði undanfarin ár hefur Greining Íslandsbanka aukið greiningar sínar á þeim fjármálakostum sem á markaðinum bjóðast. Hefur þessum greiningum verið í vaxandi mæli dreift beint til viðskiptavina Markaðsviðskipta bankans í þeirri viðleitni að þjónusta þá viðskiptavini vel.

Á mánudaginn í næstu viku munum við taka enn eitt skrefið í þessari þróun. Verður þá dregið úr tíðni Morgunkornsins og ensku systurútgáfu þess Icelandic Market Daily sem á undanförnum árum hafa komið út alla virku daga vikunnar. Verður útgáfutíðnin stillt af eftir tilefni. Er þetta gert til að gefa svigrúm fyrir aukna og bætta beina þjónustu Greiningar við viðskiptavini Markaðsviðskipta Íslandsbanka.

Áfram mun innlendur fjármálamarkaður og efnahagsumhverfi hans verða megin umfjöllunarefni Morgunkornsins og Icelandic Market Daily. Verður efnið líkt og áður miðað að því að skýra okkar sýn á markaðinn með þeirri von að það hjálpi viðskiptavinum Íslandsbanka í þeirra fjárhagslegu ákvörðunum.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall