Fréttir Greiningar

Mjög gott uppgjör hjá Vodafone

22.11.2013 11:35

Vodafone  birti eftir lokun markaði þann 11 nóv. sl. uppgjör sitt fyrir 3F 2013. Miðað við sama ársfjórðung 2012 sýnir uppgjörið verulega aukningu rekstrarhagnaðar og hagnaðar eftir skatta.null

EBITDA framlegð fjórðungsins nam 990 m.kr  borið saman við 871 m.kr á öðrum ársfjórðungi 2012. Tekjur á fjórðungnum námu 3.423 m.kr. sem er hækkun um 0,9%.  Sú hækkun er sérstaklega mikilvæg þar sem hún markar viðsnúning í tekjuþróun félagsins en samdráttur hefur verið í tekjum félagsins undanfarið.

Í viðsnúningnum spila breytingar á tekjum og gjöldum vegna lúkningargjalda stórt hlutverk en jafnframt er tekjusamsetning félagsins að breytast.

EBITDA framlegð félagsins var um 0,9% meiri á fyrstu 9 mánuðum ársins 2013 en á sama tíma 2012.  Slakt uppgjörs 1. ársfjórðung 2013 skekkir þann samanburð.  Hagnaður fyrstu 9 mánaða 2013 nemur 646 m.kr. og er það 86% aukning frá 2012. Höfum við í þeim samanburði leiðrétt fyrir einskiptisliðum. 
Stærsti óvissuþátturinn í rekstri félagsins er þó, eins og við höfum áður bent á, fjárfestingarþörf félagsins. 

 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall