Fréttir Greiningar

Hver á Reginn?

10.12.2013 10:51

nullHluthafalisti Regins miðað við 5. desember sl. sýnir að Lífeyrissjóður verslunarmanna er og hefur, frá því í júní 2013, verið stærsti hluthafi Regins. Hlutafé félagsins er 1.300 m.kr. að nafnvirði.

Eignarhaldsfélag Landsbankans seldi þann hluta af eign sinni í Reginn sem eftir stóð eftir frumútboð félagsins, þann 19. júní 2013. Útboðsgengið í frumútboðinu var 8,2 kr. á hlut. Þegar eftirstæður eignarhlutur Landsbankans var seldur í útboðinu í júní sl. nam vegið meðalgengi 12,52 kr. á hlut.

Við höfum tekið saman upplýsingar yfir breytt eignarhald í Reginn fyrir og eftir sölu Eignarhaldsfélags Landsbankans á 25% hlut sínum. Þær upplýsingar sýna að lífeyrissjóðirnir, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóður og Frjálsi lífeyrissjóðurinn, juku samanlagt eignarhlut sinn um tæp 9% stig. MP banki og Stefnir-ÍS 5 juku einnig við sig í félaginu eða samanlagt um tæp 6% stig.

Mikil verðhækkun frá skráningu

Verð bréfa í Reginn hafa hækkað mikið frá skráningu þess. Nemur hækkun frá útboðsgenginu 8,2 kr. á hlut til gengis í dag, 14,55 kr. á hlut, um 77%. Jafngildir þetta um 55% hækkun á ársgrundvelli. Umfang rekstursins hefur einnig aukist verulega. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 námu leigutekjur félagsins um 695 m.kr, á þriðja fjórðungi 2013 námu leigutekjur aftur 934 m.kr. og liggur fyrir að þær hafa hækkað síðan vegna nýrra fasteigna sem keyptar hafa verið. Eigið fé félagsins í byrjun árs 2012 nam 6,6 mö.kr. en nam í lok september sl. um 12,2 m.kr.

nullVerðmæti eignarhluta stærsta eiganda Regins hf., Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, nemur um 2,8 ma.kr. Næst stærsti eigandinn, Gildi lífeyrissjóður, á eignarhlut að verðmæti 1,6 ma.kr.

Klasi fasteignir ehf. breytir myndinni

Við kaup Regins á Klasa fasteignum ehf. mun hluthafasamsetning félagsins breytast töluvert. Ástæðan er sú að greitt er fyrir hluta kaupverðsins með nýju hlutafé. Eigendur Klasa fasteigna ehf. munu því. við söluna eignast um 9% hlut í Reginn. Langstærsti eigandi Klasa fasteigna ehf. er Sigla hf. sem á 95% í félaginu. Verður því hlutur Siglu hf. í Reginn um 8,55% verði af fyrirhuguðum kaupum sem stefnt er að því að klára fljótlega í byrjun næsta árs.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall