Fréttir Greiningar

K-90 vísitalan hækkaði um 34% í fyrra

07.01.2014 11:10

Árið 2013 var mjög gjöfult fyrir hlutabréfaeigendur. Vísitala Greiningar Íslandsbanka, K-90, endaði árið í 167,3 stigum og jafngildir það 33,9% hækkun yfir árið. Ástæða þess að við settum saman okkar eigin vísitölu er sú að vísitala Kauphallarinnar, OMXI6, var að okkar mat mjög óhentug og tæplega brúkleg við mat á þróun hlutabréfamarkaðarins.

Samsetning K-90 og aðferð við uppfærslu og útreikning á vísitölu okkar hefur áður verið kynnt í skrifum Morgunkornsins. OMXI6 hækkaði um tæplega 19% á árinu 2013. 

Langmest velta með Icelandair

nullVelta með hlutabréf á Aðallista Kauphallarinnar nam 250 ma.kr. á síðasta ári. Langmest velta var með hlutabréf Icelandair, eða um 74 ma.kr. Næst mest velta var með Eimskip eða um 40 ma.kr. en þar á eftir koma Marel og VÍS með veltu upp á 29 og 28 ma.kr. Samtals var velta þessara þriggja félaga 171 ma.kr á síðasta ári sem jafngildir 68% af ársveltunni.  

Hafa ber þar í huga að VÍS var skráð á árinu, þannig að velta þess félaga nær ekki yfir heilt ár en á móti kemur að viðskipti sem tengjast  skráningar félagsins á markað eru meðtalin í opinberum gögnum um umfang veltu með hlutabréf félagsins. Sama á við um TM.

Velta í hlutfalli af virð

nullÞegar velta hlutafélaga á markaði er metin er ekki nóg að horfa eingöngu á veltunna. Það skiptir jafnframt miklu máli að skoða það sem stundum er kallað gæði flots félagsins. Það er best að mæla með umfang viðskipta, þ.e. veltu, í hlutfalli af meðalstöðu markaðsvirðis viðkomandi félagsins.

Með þessari mæling næst skýrari mæling á hversu mikill hluti hlutbréfa í viðkomandi félag liggur í raun undir í viðskiptum félagins. Því höfum við tekið saman lista hér til hliðar um íslensku félögin sex sem voru á markaði frá ársbyrjun til ársloka. Nýskráðu félögin eru undanskilin enda oft veruleg velta í kjölfar skráningar sem þarf ekki endilega að endurspegla veltu til framtíðar. Það þarf þó að hafa í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar að stórar sölur frumeigenda (t.a.m. sala FSÍ) geta litað veltutölur. Listinn sýnir að það er ekki stærðin sem skiptir öllu máli í þessu samhengi.

Markaðsvirði Icelandair jókst um 50 ma.kr.

nullBreytingar á verðmæti félaga á markaði var æði misjöfn, bæði er kemur að hlutfallslegri breyting sem og krónutöluhækkun verðmætis hlutafjár. Icelandair ber höfuð og herðar yfir önnur félög á hlutabréfamarkaði. Hækkun á árinu nam 121% og hækkaði markaðsvirði félagsins um rætt tæplega 50 ma.kr. Hafa verður í huga þegar hlutfallsleg breyting er skoðuð að sum félögin greiddu út arð á árinu 2013 vegna árisins 2012 og fyrri ára ef svo bar undir. Standi verð hlutabréf í stað þrátt fyrir útgreiðslu arðs jafngildir það í raun hækkun hlutabréfsins. Hlutfallstölur í töflunni til hliðar eru ekki leiðréttar fyrir þessu en við vekjum athygli á því að vísitala okkar, K-90, er leiðrétt fyrir þessum áhrifum. Icelandair, Hagar, Eimskip og Össur greiddu arð til hluthafa sinn á árinu og því ætti raunhækkun þeirra að vera hærri en hlutfallsútreikningur gefur til kynna.

Hver er stærstur?

nullMarkaðsvirði Icelandair var 41 ma.kr. í ársbyrjun 2013. Í árslok var marksvirðið komið upp í 91 og í lok viðskipta 6. janúar 2014 nam það 96 ma.kr.  Markaðsvirði Marel var 106 ma.kr. í ársbyrjun en var komið niður í 98 ma.kr. í árslok. Lægst fór það í 95 ma.kr. í október 2013. Þann 6. janúar sl. nam það 101 ma.kr.

  
Icelandair stefnir því hraðbyr að því að verða stærsta félagið á innlenda hlutabréfamarkaðinum. Við höfum undanskilið Össur í þeim samanburði þar sem verðmyndun með það félg er mjög óvirk og viðskipti strjál. Við höfum hér til hliðar sett fram teikningu sem sýnir þróun á markaðsverðmæti þessara félaga á árinu 2013.

Eigum við þroskaðan hlutabréfamarkað?

nullÍslenski hlutabréfamarkaðurinn á Aðallista Kauphallarinnar var að markaðsverðmæti 495 ma.kr. í árslok 2013. Í lok viðskipta þann 6. janúar sl. var þessi fjárhæð komin upp í 508 ma.kr. Áætluð VLF á árinu 2013 nemur 1.727 ma.kr. og nam því markaðsverðmæti skráðra félaga um 29% af VLF. Oft er horft til þessa hlutfalls þegar verið er að bregða máli á hvort hlutabréfamarkaðir hafi náð „eðlilegri“ stærð. Miðað við hlutfall nágrannalanda okkar,  þá er nokkuð í land, því hlutfallið þar er á bilinu 40-70%. 

Einnig eru einstök félög á Aðallista Kauphallarinnar með það óvirka verðmyndun að þau ætti strangt til tekið að taka út fyrir sviga í þessum mælingum.   Einnig kemur ýmislegt annað til skoðunar þegar þroski markaðarins er mældur.  Þar kæmi til skoðunar lagalegt umhverfi, höft, samsetning hlutahafa í félögunum flóra félaga á markaði. 

Okkar mat er að íslenski hlutabréfamarkaðurinn hafi ekki enn náð fullum þroska. En hann hefur dafnað vel síðustu tvö ár og líkur eru á að hann haldi áfram að vaxa á næstunni.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall