Fréttir Greiningar

Verðbólguálag minnkar á markaði

30.01.2014 10:45

nullTalsverð viðbrögð hafa orðið á skuldabréfamarkaði við 0,7% lækkun VNV það sem af er degi. Velta hefur þó verið með minna móti enn sem komið er. Þegar þetta er ritað (kl. 11:00) nemur velta með óverðtryggð ríkisbréf 1,2 mö.kr. en velta með verðtryggð íbúða- og ríkisbréf 1,2 mö.kr. Krafa lengri óverðtryggðra ríkisbréfa hefur lækkað um 5-14 punkta í morgun, en krafa lengri verðtryggðra ríkis- og íbúðabréfa er ýmist óbreytt eða hefur hækkað lítillega. Krafa verðtryggða ríkisbréfsins RIKS21 er nú 2,47% eftir 17 punkta frá áramótum og hefur krafan raunar ekki verið hærri síðan í október 2011. Aftur á móti er ávöxtunarkrafa óverðtryggða ríkisbréfsins RIKB22, sem hefur svipaðan meðaltíma og RIKS21, nú 6,58% og hefur lækkað um 19 punkta frá áramótum.

Verðbólguálag á markaði hefur lækkað í kjölfar birtingarinnar á VNV. Mælist verðbólguálag til 5 ára nú 3,3%, en verðbólguálag til 9 ára 3,7%, ef vaxtaferlar óverðtryggðra ríkisbréfa og verðtryggðra íbúðabréfa eru lagðir til grundvallar. Til samanburðar má nefna að í upphafi árs var verðbólguálagið 3,7% til 5 ára og 3,9% til 9 ára. Vert er þó að halda því til haga að nokkurt áhættuálag er nú á íbúðabréfum gagnvart verðtryggðum ríkisbréfum, og er undirliggjandi verðbólguálag því í raun heldur hærra.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall