Fréttir Greiningar

Hlutabréfasjóðirnir hafa tvöfaldast að stærð

03.02.2014 11:31

nullHlutabréfasjóðirnir voru í desember síðast liðinn rúmlega tvöfalt stærri en í desember 2012 samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans. Eignir hlutabréfasjóða hafa aukist verulega síðan 2009 eins og myndin hér til hliðar sýnir. Í lok síðasta árs námu eignir þeirra 78,9 mö.kr. en þar af eru skráð innlend hlutabréf 63,1 ma.kr. en óskráð um 2,3 ma.kr. Erlend hlutabréfaeign nam aftur 4,3 mö.kr. Samkvæmt þessum tölum áttu hlutabréfasjóðirnir um 12,9% af skráðum hlutabréfum um síðustu áramót.

Stækka hraðar en markaðurinn

nullEignir hlutabréfasjóðanna rúmlega tvöfölduðust milli áranna 2012 og 2013. Á sama tíma hækkaði markaðsvirði skráðra hlutabréfa á aðallista Kauphallarinnar um 48,1%. Allt frá árinu 2011 hefur innstreymi í hlutabréfasjóði verið langt umfram stækkun hlutabréfamarkaðar eins og teikningin hér til hliðar sýnir. Á sama tíma hefur hlutafélögum fjölgað og markaðurinn dýpkað.

Það kann engan að undra aukinn áhuga á hlutabréfasjóðum þegar litið er til hækkunar hlutabréfa síðast liðin ár. Á árinu 2013 hækkaði K-90 vísitala Greiningar um 34% en 25% árið 2012.

Lífeyrissjóðirnir stærsti eigendahópurinn

nullLífeyrissjóðirnir eru stærsti einstaki eigendahópur hlutabréfasjóða en í árslok áttu þeir um 46% útgefinna hlutdeildarskýrteina. Bein eign heimilanna var síðan 24% en hlutfallslegt eignarhald þeirra breyttist lítið milli ára. Eignarhald þeirra í krónum jókst þó um nær helming milli ára.

Þann 21. janúar fórum við yfir heildar eignarhald lífeyrissjóðanna á hlutabréfamarkaði og mátum við það þá um 36,6%, nýbirtar tölur hækka þetta mat í 36,8%.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall