Fréttir Greiningar

Stærsta uppgjörsvika ársins afstaðin

03.03.2014 10:36

Síðasta vika febrúarmánaðar var stærsta uppgjörsvika þessa árs. Var þetta stærsta uppgjörsvika ársins en ekki mun í neinni annarri viku þessa árs verða birt fleiri uppgjör. Alls birtu sex félög ársuppgjör sín í síðustu viku en þrjú, Icelandair, Marel og Össur, höfðu birt sín uppgjör í fyrstu viku febrúarmánaðar. Reikningsár Haga er ólíkt hinum félögunum og verður ársuppgjör þess félags því ekki birt fyrr en í maí.

Misjöfn viðbrögð  við uppgjörum

Þau ársuppgjör sem birt hafa verið hafa lagst misjafnlega í markaðinn. Samhliða uppgjörunum var jafnframt verið að birta tillögur um arðgreiðslur og í sumum tilfellum rekstraráætlun fyrir næsta ár. Markaðurinn hafði því úr töluverðu að moða og voru viðbrögðin misjöfn.

nullÞrjú félög, Icelandair, Marel og Eimskip lækkuðu í kjölfar birtingar og Eimskip mest um 5,6%. Af þessum félögum er það einungis Icelandair sem hefur hækkað yfir árið í heild. Marel hefur hins vegar lækkað mest félaga frá ársbyrjun eða um 14,3%. Önnur félög hækkuðu og Vodafone mest um 4,7% en félagið hefur hækkað töluvert frá ársbyrjun. Síðasta ár reyndist félaginu ansi stormasamt og urðu miklar sviptingar á gengi félagsins yfir árið. Öll félögin sem birtu uppgjör í síðustu viku tóku skarpa dýfu niður á við í byrjun vikunnar. Sum þeirra hafa komið til baka síðan.

Flest félög hyggjast greiða arð

Flest félög boða arðgreiðslu á næsta ári en það eru einungis Reginn, Marel og Vodafone sem greiða ekki arð. Mest hyggst N1 greiða hlutfallslega í arð eða 2,6x heildar hagnað síðast árs. TM hyggst hins vegar koma öllum hagnaði sínum til hluthafa en mun nota til þess tvö tæki. Annars vegar hyggst félagið greiða 70% af hagnaði ársins í arð og hins vegar hyggst félagið kaupa eigin bréf fyrir 30% af hagnaði. Félagið mun í þessu tilliti leggja til ýtarlega endurkaupaáætlun á aðalfundi félagsins. VÍS mun aftur á móti leggja til 85% arðgreiðslu en hlutfall arðs af heildar hagnaði verður lægra hjá öðrum félögum.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall