Fréttir Greiningar

Óvenju lítil velta á hlutabréfamarkaði í marsmánuði

09.04.2014 09:24

nullVelta marsmánaðar var 16,9 ma.kr. og hefur hún ekki verið minni síðan í júlí á síðasta ári. Mest velta var með Icelandair og TM. Velta í mars mánuði á síðast ári var einnig töluvert lítil miðað við aðliggjandi mánuði líkt og nú. Nokkuð líklegt er að ástæða lítillar veltu í mars mánuðum þessara ára megi rekja til væntra nýskráninga á vormánuðum.

Hlutabréfamarkaður stækkar um u.þ.b. 16% í apríl

Í apríl hefjast viðskipti með Sjóvá og HB Granda. Miðað við markaðsvirði Sjóvá á lokagengi B bókar félagsins og m.v. gengi HB Granda við lok fyrsta ársfjórðungs sem lá innan útboðsbils félagsins mun hlutabréfamarkaður stækka um u.þ.b. 16% við skráningu þessar félaga.

Velta gefur vísbendingu um flot

nullVelta félaganna í hlutfalli af markaðsvirði gefur ágætis vísbendingu um flot og virkni verðmyndunar í viðskiptum með félögin hlutabréfamarkaði. Ef við skoðum þetta hlutfall á fyrsta ársfjórðungi má sjá að í flestum tilfellum skipta 25-30% markaðsvirðis um hendur innan fjórðungsins. Ákveðin útgildi má þó sjá í þessari mælingu. Í fyrsta lagi er mjög lítil velta með Össur en félagið er tvískráð og hefur mjög óskilvirka verðmyndun í íslensku Kauphöllinni. Þá er velta Marel og Eimskip fremur lítil og virðist eignarhald því fastara í þeim félögum. Á fyrsta ársfjórðungi var einnig nokkuð lítil velta með bréf VÍS en ástæðan gæti hugsanlega legið í þeirri staðreynd að í apríl mánuði verður hlutur Klakka í VÍS tækur til sölu og markaðurinn gæti því verið að bíða framboðs þaðan, þó ekkert liggi fyrir um það hvort eða hvenær Klakki hyggst selja sinn hlut.

... en lýsir jafnframt áhuga markaðarins á félögunum

nullVelta félaganna lýsir auðvitað líka þeim áhuga er markaðsaðilar hafa á viðkomandi félagi. Ef við skoðum þetta hlutfall fyrir félög sem skráð voru allt síðast ár þá er hlutfallið hæst fyrir Vodafone. Mikil velta með bréf félagsins kemur ekki á óvart sökum þeirra öfgafullu viðbragða sem urðu á markaði við birtingu uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2013 hjá félaginu og fréttum af gagnaleka félagsins.  Næst hæst er hlutfallið fyrir Icelandair sem hækkaði verulega  yfir síðasta ár. Ef við undanskiljum Össur hér þá var minnst velta með bréf Marel. Hluthafahópur Marel virðist nokkuð fastur í sessi en auk þess sem rekstarhorfur félagsins í nærtíð ekki verið þær bestu

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall