Fréttir Greiningar

Stofnmæling botnfiska mars - möguleg áhrif á HB Granda

25.04.2014 10:40

nullNiðurstöður Hafrannsóknarstofnun á stofnsærð þorsks og fleiri botnsfisktegunda voru birtar í mars sl. en þær gefa jafnan nokkra vísbendingu um ráðleggingar stofnunarinnar um leyfilegan heildarafla í einstökum tegundum. Botnfiskstegundir mynda samtals um 57% af tekjum félagsins. Í ljósi útboðs HB Granda er sérstaklega áhugavert að rýna í niðurstöður rallsins. Helstu atriðin eru:

Þorskur skilaði 15% af tekjum HB-Granda í fyrra sem jafngildir um 28 m.evrum Stofnvísitala þorsk mældist lægri í þessu ralli en undanfarin tvö.  Fyrsta mat á 2013 árgangi þorsk bendir til þess að hann sé lítill. Hann kemur í kjölfar meðalstórra árganga frá 2008, 2009 og 2011, en árgangar 2010 og 2012 eru slakir. Vístalan er nú samt sem áður með þeim hærri frá 1985.

Karfi skilaði 19% af tekjum HB Granda í fyrra sem jafngildir 35 m.evrum. Heildarvísitala gullkarfa í vorralli hefur farið hækkandi frá 2008 og mælingar síðustu fimm ára hafa verið þær hæstu frá 1985, þótt niðurstöður núna sýni örlitla eftirgjöf frá síðasta ári. Lítið hefur hins vegar fengist undanfarin ár af smákarfa undir 30 cm.

Ufsi skilaði 13% af tekjum HB Granda í fyrra sem jafngildir um 24 m.evra. Félagið var með um 18% af úthlutuðu aflamarki þessarar tegundar á núgilandi fiskveiðiári. Stofnvísitala ufsa lækkaði frá fyrra ári og er nú svipuð og að meðaltali árin 2007-2013. Taka þarf vísitölum ufsa með þeim fyrirvara að þær ráðast oft af miklum afla í stökum togum og staðalfrávik mælinganna eru þá há. Ekkert stórt ufsahal fékkst í ár.  Vísitalan núna mælist núna í kringum meðaltal frá árinu 2000.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall