Fréttir Greiningar

Enn innstreymi í hlutabréfasjóði þrátt fyrir lækkun hlutafjárverðs

05.05.2014 11:32

nullÁ fyrstu þrem mánuðum þessa árs nam lækkun hlutafjárverðs, mælt með K-90 vísitölu Greiningar, 5,9%. Á sama tíma námu útgefin hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum umfram innleyst skírteini 2.831 samkvæmt tölum Seðlabankans.

Ákveðið samband er milli hreyfinga hlutabréfamarkaða innan mánaðar og nettó útgáfu  hlutdeildarskírteina. Í janúar 2013 hækkuðu til dæmis markaðir töluvert og var þá nettó útgáfa umtalsverð. Í febrúarmánuði síðastliðnum lækkuðu markaðir töluvert og var þá nettó útgáfa neikvæð.

Hvort kemur á undan hænan eða eggið?

Útgáfa og innlausn hlutdeildarskírteina hefur áhrif á eftirspurn með beinum hætti og því erfitt að draga beina ályktun um hvort lækkun markaða ýti undir innlausnir eða hvort lækkun markaða tengist innlausnum. Eins og sjá má var töluvert um útgáfur skírteina umfram innlausnir í apríl í fyrra en þá hækkuðu markaðir óverulega. Á þeim tíma var útboð TM og VÍS og þeir „nýju“ fjármunir sem leituðu inn á hlutabréfamarkaðinn í gegnum aukna útgáfu hlutdeildarskírteina hafa að öllum líkindum leitað í útboðin á tryggingarfélögunum tveimur í stað þess að fara inn á hinn skráða markað. Í öllu falla gefa útgáfur og innlausnir í hlutabréfasjóði ákveðna mynd af þróun eftirspurnar á hlutabréfamarkaði.

Hvert hefur innstreymi þessa árs leitað

nullEf hluthafalistar eru skoðaðir má sjá hvernig eignarhald hlutabréfasjóðanna hefur þróast frá ársbyrjun. Samanburður er gerður á hluthafalista 2. janúar og 30. apríl í töflunni hér til hliðar. Sjá má að þeir eigendur er flokkast til hlutabréfasjóða, og komast á lista yfir 20 stærstu eigendur, hafa einungis minnkað í Eimskip og VÍS. Hvað VÍS varðar liggur ástæða breytingarinnar að öllu leiti á því að ein sjóðanna er það lítill að hann fellur af lista yfir stærstu eigendur og því líklega ekki um eiginlegan samdrátt í eignarhaldi að ræða. Kaup hafa verið umfram sölu í öðrum félögum að Össuri undanskildu. Ekki er hægt að mæla  breytinguna hjá hjá N1 og Sjóvá enda höfðu félögin ekki birtan hluthafalista dagsettan þann 2. janúar.

Innstreymi hlutabréfasjóða í Vodafone og TM er áberandi á árinu. Í báðum félögum er ekki um hreyfingu eins markaðsaðila að ræða heldur hafa allir innlendir hlutabréfasjóðir meðal 20 stærstu eigenda aukið við hlut sinn í umræddum félögum, mismikið þó.

Lífeyrissjóðir stærsti  eigendahópur hlutabréfasjóða

Lífeyrissjóðir er stærsti eigendahópur hlutabréfasjóða og var eignarhlutdeild þeirra 45,1% í mars sl. Vægi þeirra hefur aukist töluvert frá því að fyrstu tölur um skiptingu á eigendahóp voru birtar í september 2011 en þá var eignarhluti þeirra 34,0%. Hafa verður í huga þegar litið er á þessar hreyfingar að tölur yfir hlutabréfasjóði geta bæði náð til skráðra og óskráðra eigna.

nullHeimilin skipuðu næst stærsta eigendahópinn með 23,8% eignarhlut í mars sl. en hlutdeild þeirra hefur allt frá fyrstu mælingum legið nærri 25%. Lægst var hlutdeild þeirra 21,4% í febrúar 2012 en hæst í september sama ár, 26,5%. Hafa verður þó í  huga hvað þessi gögn varðar að heimilin hafa ekki aðgang að öllum þeim hlutabréfasjóðum sem í boði eru enda standa ákveðnir sjóðir einungis skilgreindum fagfjárfestum til boða.

Enn áhugi á hlutabréfum

Erfitt er að lesa þessar tölur með öðrum hætti en að enn hafi markaðsaðilar áhuga á að fjárfesta í hlutabréfum enda er innstreymi í hlutabréfasjóði enn nokkuð þrátt fyrir lækkun markaða frá ársbyrjun. Tölur um eigendur sjóðanna benda enn fremur til að allir eigendahópar haldi sínum hlut í innstreymi þessa árs.

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall