Fréttir Greiningar
Væntingar nánast óbreyttar í ágúst
27.08.2014 11:08

Allar undirvísitölur hækka í ágúst frá fyrri mánuði, að frátalinni undirvísitölunni sem mælir væntingar neytenda til aðstæðna eftir 6 mánuði. Sú vísitala lækkar um 5 stig og mælist nú 104,4 stig sem er lægsta gildi hennar frá því í nóvember í fyrra. Mest hækkar vísitalan sem mælir mat neytenda á núverandi ástandi (10,8 stig) og mælist hún nú 59,8 stig. Mat á efnahagslífinu hækkar svo um 7 stig og mat á atvinnuástandinu um 3 stig. Mælist fyrrnefnda vísitalan 82,0 stig og sú síðarnefnda 91,2 stig.
Úr takti við hagstærðir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?