Fréttir Greiningar

Talsverður vöxtur kortaveltu í október

17.11.2014 11:24

Allt bendir til þess  að vöxtur einkaneyslu verði einn megin drifkraftur hagvaxtar á árinu 2014. Samkvæmt nýlega birtum tölum Seðlabankans var raunvöxtur í kortaveltu einstaklinga 5,2% í október miðað við sama mánuð í fyrra, sem er nokkuð meira en vöxturinn hefur að jafnaði verið í mánuði hverjum á árinu. 

Líkt og undanfarið var vöxtur kortaveltu í október mun hraðari utan landsteinanna en innan þeirra. Nam vöxtur í kortaveltu innanlands 3,5% en vöxtur í kortaveltu erlendis 17,2% að raunvirði milli ára. Vöxtur veltu erlendis skýrist að stórum hluta af aukningu í utanlandsferðum Íslendinga í októbermánuði frá sama tíma í fyrra, en einnig koma væntanlega til aukin kaup í erlendum netverslunum.

Eins og áður segir var vöxturinn í október heldur hraðari en verið hefur að jafnaði á árinu, þá einkum í kortaveltu innanlands. Þannig var kortavelta einstaklinga 4,7% meiri að raunvirði á fyrstu 10 mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Þar af nam vöxtur í kortaveltu innanlands 3,1% en erlendis 18,4%. 

Í nýlegri þjóðhagsspá okkar spáum við 4,5% vexti einkaneyslu í ár. Kortatölurnar það sem af er ári virðast í ágætu samræmi við þá spá, og sama má segja um aðra nýlega hagvísa á borð við smásöluveltu og innflutning neysluvara. 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall