Fréttir Greiningar
Verðbólga undir þolmörkum í fyrsta sinn
19.12.2014 12:26

Verðbólga mælist nú 0,8% og lækkar árstaktur hennar um 0,2 prósentustig frá nóvembermælingu VNV. Hins vegar mælist 0,4% verðhjöðnun yfir árið 2014 ef miðað er við VNV án húsnæðis, en á þann kvarða hækkaði verðlag um 0,2% milli mánaða í desembermánuði.
Flug og húsnæði hækkar..

..en eldsneyti og græjur lækka
Á móti vegur að verð á eldsneyti lækkaði að jafnaði um 2,4% (-0,1% í VNV) milli mánaðarmælinga Hagstofunnar. Er það nokkuð minni lækkun en við reiknuðum með, en í krónum talið lækkaði verð á bensíni um 7 kr. og verð á díselolíu um 9 kr. á milli mælinganna, eða um 3,2% að jafnaði. Þá voru áhrif af fyrirhugaðri lækkun vörugjalda um áramót til 0,05% lækkunar VNV í desember. Þar af var 1,6% lækkun á stærri raftækjum (-0,01% í VNV) og 2,4% lækkun á sjónvörpum og hljómflutningstækjum (-0,04% í VNV) í mánuðinum.
Áfram lítil verðbólga
Horfur eru á að verðbólga verði áfram með minnsta móti. Eldsneyti hefur haldið áfram að lækka frá desembermælingunni, og nú í morgun hafa raunar sum olíufélög lækkað eldsneytisverð um 3 krónur. Að því gefnu að önnur fylgi í kjölfarið gæti staðan verið sú í lok dags að frá desembermælingu VNV hafi bensín lækkað um 11 kr. og díselolía um 9 kr. frá síðustu mælingu, sem jafngildir 4,8% lækkun eldsneytis að jafnaði (-0,18% í VNV). Við teljum líklegt að eldsneyti muni lækka enn frekar á næstu vikum, enda virðist talsvert svigrúm enn vera til verðlækkunar með hliðsjón af þróun eldsneytisverðs á heimsmarkaði. Þá má gera ráð fyrir að flugfargjöld lækki talsvert að nýju í janúarmánuði, þegar hátíðarbragurinn fer aftur af verðlagningu flugfélaganna. Enn fremur metum við áhrif skattbreytinga um næstu áramót, að frátöldum þeim áhrifum sem komið hafa fyrirfram vegna lækkunar vörugjalda og efra VSK-þrepsins, í heild til 0,1 – 0,2% lækkunar VNV.
Bráðabirgðaspá okkar gerir ráð fyrir 0,8% lækkun VNV í janúar, 0,5% hækkun í febrúar og 0,4% hækkun í mars. Gangi spáin eftir mun verðbólga að jafnaði mælast 0,7% á fyrsta fjórðungi næsta árs. Við teljum raunar að verðbólgan muni ekki fara yfir 1,0% þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans að nýju fyrr en um mitt næsta ár. Það veltur svo að miklu leyti á niðurstöðu komandi kjarasamninga hversu hratt verðbólga eykst að nýju þegar líður á árið.
Seðlabankinn í nýrri stöðu

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?