Fréttir Greiningar
Verðbólgutakturinn tvöfaldast í mars
27.03.2015 11:18

Hækkun íbúðaverðs veigamikill verðbólguvaldur

Nærtækt virðist að tengja hækkunina undanfarið a.m.k. að hluta við „leiðréttinguna“ svokölluðu, enda komu áhrif hennar á greiðslubyrði og veðrými lántakenda að langmestu leyti fram á þessu tímabili. Undanfarna 12 mánuði hefur hækkunin reyndar verið tvöfalt meiri á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu (tæp 12%), en á sérbýli á höfuðborgarsvæði sem og íbúðaverði á landsbyggð, sem hefur hækkað um tæp 6% á sama tíma.
Ferðakostnaður eykst

Töluverð áhrif útsöluloka
Áhrif útsöluloka voru öllu meiri að þessu sinni en við höfðum vænst. Verð á fötum og skóm hækkaði um 9,1% í mars (0,39% í VNV), og voru föt og skór raunar sá yfirliður sem hækkaði mest að þessu sinni milli mánaða. Verð á fötum og skóm er þó enn heldur lægra en var í upphafi árs eftir óvenju sterk útsöluáhrif í janúarmánuði. Einnig hækkaði verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 0,4% að þessu sinni (0,02% í VNV).
Horfur á vaxandi verðbólgu þegar frá líður

Tækifæri til stöðugleika runnið úr greipum?

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?