Fréttir Greiningar
Spáum 0,1% hækkun neysluverðs í apríl
10.04.2015 09:27

Horfur hafa heldur batnað frá síðustu spá, þrátt fyrir að við gerum nú ráð fyrir heldur meiri hækkun íbúðaverðs á komandi mánuðum en áður. Við teljum að verðbólgan muni verða undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans stærstan hluta ársins, en enda árið 2015 í markmiðinu. Horfur eru á vaxandi verðbólgu í kjölfarið, en hún verður þó samkvæmt spánni innan þolmarka verðbólgumarkmiðsins næstu ár. Hagstofan birtir VNV fyrir apríl kl. 09:00 þann 29. apríl næstkomandi.
Tíðindalítil aprílmæling?


Þriðji liðurinn sem oft hefur sveiflað mánaðarmælingum VNV töluvert er flugfargjöld til útlanda. Að þessu sinni bendir þó verðkönnun okkar til þess að liðurinn breytist lítið, en rétt er að halda til haga að hann er ólíkindatól og ekki alltaf samræmi milli verðmælinga okkar og Hagstofunnar.

Það eru í raun fáir undirliðir sem við gerum ráð fyrir að vegi umtalsvert til hækkunar VNV að þessu sinni. Þó má nefna að við gerum ráð fyrir 0,7% hækkun á liðnum hótel- og veitingastaðir (0,03% í VNV), en þar af reiknum við með að verð gistingar hækki um 3,0%.
Verðbólga í markmið Seðlabankans í lok árs

Í kjölfarið spáum við vaxandi verðbólgu, og mun verðbólgan verða við 2,5% markmið Seðlabankans í árslok 2015 samkvæmt spá okkar. Ári síðar áætlum við að verðbólgan verði orðin 2,8%. Ástæður aukinnar verðbólgu í spá okkar eru að stærstum hluta hröð hækkun launa og áframhaldandi verðhækkun íbúðarhúsnæðis, sem hvort tveggja endurspeglar vaxandi spennu í efnahags- og atvinnulífinu. Verðbólga gæti þó reynst meiri en við spáum. Þar kann að koma til enn hraðari hækkun launa en við gerum ráð fyrir, meiri hækkun íbúðaverðs og síðast en ekki síst sveiflur í gengi krónu þegar (og ef) umtalsverð skref verða stigin til losunar gjaldeyrishafta á komandi misserum.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?