Fréttir Greiningar

Skýrsla um íslenska sjávarútveginn

26.11.2015 12:11

Íslandsbanki hefur allar götur frá árinu 2003 gefið út skýrslur þar sem reynt er að gera íslenskum sjávarútvegi góð skil. Skýrslunum er ætlað að gefa bæði innlendum og erlendum aðilum innsýn í stöðu greinarinnar hverju sinni og þróun hennar á undangengnum árum. Hafa skýrslurnar því verið gefnar út bæði á íslensku og ensku. Skýrslurnar hafa í gegnum árin tekið breytingum í takt við síbreytilegt umhverfi íslenska sjávarútvegsins þar sem reynt er að greina þau viðfangsefni sem hæst bera hverju sinni. Að þessu sinni bætist við umfjöllun um vinnumarkaðinn, þróun olíuverðs og gengisvísitölu íslensku krónunnar. Eins og síðastliðin ár naut bankinn liðsinnis Deloitte við umfjöllun um rekstur sjávarútvegsfélaga og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Skýrsluna má nálgast hér.

 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall