Fréttir Greiningar

Vísitala neysluverðs hækkar umfram spár

25.02.2016 09:30

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,68% í febrúar skv. nýbirtum tölum Hagstofunnar. Verðbólga mælist nú 2,2% en var 2,1% í janúar sl. VNV án húsnæðis hækkaði hins vegar um 0,69% í febrúar og m.v. þá vísitölu mælist 0,7% verðbólga undanfarna 12 mánuði. 

Skekkjan í spá okkar skýrist af stærstum hluta að meiri verðhækkun í lok útsala á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og raftækjum. Einnig er húsnæðísliðurinn að hækka umfram okkar spá en á móti matur ekki að lækka líkt og við spáðum. 

Hækkun VNV er umfram birtar spár. Við spáðum 0,5% hækkun VNV milli mánaða, en spár voru á bilinu 0,3 - 0,6% hækkun.
 
Lykilþættir:

  • Föt og skór hækkuðu í verði um 6,4% (0,25% í VNV). Þar af hækkaði fataverð um 12,7% en verð á skóm hækkaði um 14,9%.
  • Húsgögn og heimilisbúnaður hækkaði í verði um 7,6% (0,3% í VNV). Er hækkunin í þessum lið talsvert umfram okkar spá og virðist sú mikla lækkun sem var í janúarmánuði að koma til baka. 
  • Flutningar í lofti lækkuðu um 9,9% (-0,15% í VNV), og þar af lækkuðu flugfargjöld til útlanda um 11,9% (-0,16% í VNV). 
  • Eldsneytisverð lækkaði um 1,6% (-0,05% í VNV). 
  • Húsnæðisliðurinn hækkaði um 0,7% (0,19% í VNV). Þar af hækkaði reiknuð húsaleiga um 1,0% (0,16% í VNV) en aðrir liðir skiluðu 0,03% hækkun á VNV. 
  • Matur og drykkur stóð nánast í stað í verði . 

Bráðabirgðaspá okkar gerði ráð fyrir að VNV hækki um 0,5% í mars, um 0,2% í apríl og um 0,2% í maí. Verðbólga verður skv. spánni 1,6% í maí. Það mun sjást eftir mælingu marsmánaðar í fötum og skóm hvort afnám vörugjalda á fötum og skóm og lægra innflutningsgengi muni skila sér inn í lægra verð á þessum liðum. 

 

 

Back

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall